14.9.2011 | 19:19
Þjóðvegur 60
Norðanverðir Vestfirðir eru nú loksins komnir í þokkalegt vegasamband við þjóðveg 1, Hringveginn. Sama verður ekki sagt um sunnanverða Vestfirði og Barðastrandasýslu. Samt hefur ekki staðið á Vegagerðinni eða samgönguyfirvöldum eins og allir vita sem með þessu makalausa máli hafa fylgst í gegnum tíðina. Það er galli á löggjöfinni, þegar landeigendur og umhverfisfasistar geta lagt steina í götu samgöngubóta eins og gerðist þegar áætlaðar samgöngubætur voru stöðvaðar af Hæstarétti. En menn skulu hafa í huga, að það var ekki ætlunin, að koma landeigendum í Þorskafirði í vegasamband við sunnanverða Vestfirði, það átti að greiða leið allra hinna um Þorskafjörð. Á þessu flaskaði Hæstaréttur og tók sérhagsmuni fram yfir almanna hagsmuni enn og aftur. Við því er ekkert svar. Dómur Hæstaréttar er endanlegur og það verður ekki lagður vegur gegnum Teigsskóg. En af hverju þarf vegurinn að liggja í gegnum Þorskafjörð? Ef tilgangurinn er að bæta samgöngur við þéttbýlið við Arnarfjörð og Tálknafjörð þá væri miklu betra að þjóðvegur 60 myndi liggja um Reykhólahrepp og þaðan yfir í Gufudalshrepp með göngum undir mynni Þorskafjarðar (ca. 3.5 kílómetra leið). Með þessu þá yrðu allir ánægðir. Sérstaklega "landeigendurnir" í Þorskafirði sem fengju að vera alveg í friði fyrir umferð um sinn kræklótta birkiskóg. Reykhólar þurfa að vera í alfaraleið. Til þess þarf að breyta vegastæði þjóðvegar 60
Tillögur Ögmundar eru svo náttúrulega svo mikil vitleysa að það þarf ekki að ræða þær. Enda mun samgöngunefnd örugglega leggjast á móti þeim
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.