Tilfinningaklámið í Kastljósinu

Umfjöllun Kastljóssins um dauðaslysið á Geirsgötunni í sumar og viðtalið við móður drengsins sem lézt er Ríkisútvarpinu til vanza. Ágengni fjölmiðla gagnvart fólki sem hefur orðið fyrir áfallaröskun er víða vandamál en vegna smæðar okkar samfélags þá þarf að gera miklu meiri kröfur heldur en ritstjórn kastljóssins gerir. Það var til bóta að losna við Þórhall úr Kastljósinu en  Sigmar þarf að gera betur en ráða andlegt flak til að fjalla um viðkvæm mál. Það er í raun umhugsunarefni hversu margir skjólstæðingar Þórarins á Vogi sækja í að starfa við fjölmiðla eða í stjórnmálaflokkum ef út í það er farið. Menn eru ekki fyrr búnir í sinni fyrstu meðferð en þeir eru farnir að prédika fyrir öðrum í útvarpi og blöðum eða komnir í framboð fyrir einhvern stjórnmálaflokkinn. Hafa menn ekkert lært?  það er ekki að ástæðulausu að AA samtökin byggja alla sína starfsemi á nafnleynd. Þau hafa líka náð árangri.  Hið sama verður ekki sagt um SÁÁ og meðferðarstarfið á Vogi.  Þess sér víða stað, til dæmis þessi endalausa aumingja og hégómadýrkun vefmiðlanna. Og á sama hátt og tilfinningaklámið á ekkert erindi við almenning þá eiga fésbókarfréttir af Jóni stóra eða Sveini Andra ekkert erindi við saklausan almenning sem forðast fésbókina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband