17.9.2011 | 15:55
Spilað með Guðbjart
Guðbjartur Hannesson er örugglega vel meinandi og "góður" kall sem vill leysa hvers manns vanda en það eru dyggðir sem ráðherra á ekki að setja í öndvegi. Ráðherrar þurfa að sinna stefnumörkun og marka leið. En það er ekki nóg að marka stefnu ef ekki er fylgst með árangrinum. Þeir verkkaupasamningar sem ríkið hefur gert í gegnum árin og ratað hafa í fréttirnar að undanförnu staðfesta álit ríkisendurskoðunar að það sé víða pottur brotinn. Má nefna rekstur meðferðarheimila og framhaldsskóla og núna síðast rekstur heilsuhælisins í Hveragerði. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að dekurdvalir lífsstílssjúklinga á heilsuhóteli NLFÍ væru kostaðar af almannafé. Ég hafði alltaf gert ráð fyrir að um sjálfseignarstofnun væri að ræða og þeir sem keyptu þjónustuna greiddu að fullu úr eigin vasa. En svoleiðis er ekki kerfið á íslandi. Á Íslandi lifir pólitíska yfirstéttin og vinir þeirra á kostnað þeirra sem engin áhrif hafa. Þetta er staðreynd og þessu er ekkert verið að breyta. Þegar minnka fer í leiðslunum úr ríkissjóði til einkavinanna þá er nóg að ræskja sig og ráðherrar hlaupa til eins og hlýðnir rakkar og auka streymið á ný. Því eins og Guðbjartur komst svo smekklega að orði , þá stóð aldrei til að endurskoða þessar greiðslur til forréttindaaðalsins hvað þá að hætta þeim. Þess vegna sting ég upp á að velferðaráðherra forréttindastéttarinnar geri líka þjónustusamning við Jónínu Ben um að niðurgreiða detox meðferðir einkavinanna. Ekki er vanþörf á
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"dekurdvalir lífsstílssjúklinga"? Augljóst er að þú hefur ekki þurft mikið á þeirri þjónustu að halda sem NLFÍ veitir ásamt fleirum (Reykjalundi t.d.). Vonandi áttu því láni að fagna sem lengst. En þangað til það breytist ættirðu ekki að tjá þig mikið um það sem þú þekkir ekki. Það er einfaldlega ekki sannfærandi.
Badu (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 16:06
Badu, það er greinilega búið að heilaþvo þig með sjúkdómsvæðingunni sem átt hefur sér stað hér á landi undanfarin ár. Sjúkdómsvæðingu sem þurfti til að réttlæta útgjöld til alltof stórs heilbrygðiskerfis, sem eru í engu hlutfalli við efnahag þjóðarinnar. Ég held það væri nær að veita fé til heilsueflingar heldur en sjúkdómsvæðingar. Og það er löngu tímabært að tekjutengja greiðslur fyrir þá þjónustu sem ríkið veitir. Því ríkið er ekkert alræðisfyrirbæri sem á að passa okkur eins og unga í hreiðri, rekstur ríkisins er kostaður af almannafé. það vill oft gleymast.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.9.2011 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.