Enn um Stjórn fiskveiða

Framundan er átakavetur á Alþingi þar sem tekist verður á um framtíðarskipun varðandi stjórn fiskveiða á Íslandi. En pólitískur kjarkur er enginn til að gera þær breytingar sem þarf. Skiptir þar engu hver í hlut á.  Ólína og félagar þora ekki að taka af skarið og leggja til afnám kvótastýringar sem er eina skynsamlega lausnin á þessu endalausa þvargi.

Því miður þá hefur hagsmunaaðilum tekist að afla sér stuðnings áhrifamikilla manna í þjóðfélaginu, ýmist með hótunum eða fagurgala svo að umræðan snýst ekki lengur um fiskveiðarnar sem atvinnugrein, heldur um einhverja dellufiskifræði, þar sem því er haldið fram að hægt sé að byggja upp fiskstofna með friðun.  30 ára tilraunastarfsemi hér á landi ætti þó að hafa sannað hið gagnstæða þar sem stofnar hafa minnkað og afli dregist saman um 70 % frá því að þessi tilraun hófst! Af hverju horfa menn ekki á staðreyndir?  Á endalaust að leyfa fámennri klíku einokunaraðila að nytja hér hlunnindi Íslendinga?  Hlunnindi sem í eðli sínu eru ekki eign heldur afnotaréttur, voru með setningu kvótalaganna, gefin mjög fámennum hópi útgerðarmanna undir því yfirskyni að fiskstofnarnir væru að hrynja. Við sem stunduðum sjómennsku á þessum árum vitum vel að stofnarnir voru ekkert í hættu. Veiðin hafði minnkað vegna sóknarstýringa en ekki vegna ofveiði.  Flotinn var orðinn of stór og vinnslan í landi hafði dregist saman vegna fólkseklu. Þetta eru staðreyndir sem vert er að hafa í huga en flestir muna ekki lengur eða hafa aldrei vitað.  Svo er eitt að vita en annað að skilja í réttu samhengi. 

Alþingismenn sem núna eru að véla um þessi mál hafa litla yfirsýn yfir hvernig kvótastýring í sjávarútvegi virkar um borð í skipunum. Enda hefur umræðan fyrir löngu hætt að snúast um vernd. Núna snýst umræðan bara um skiptingu kökunnar ekki um hvernig við getum stækkað kökuna með því að afnema hið rangláta og óvísindalega kvótakerfi.  Alþingismenn þurfa að fara að setja þjóðarhagsmuni í öndvegi. Þjóð sem sökkt hefur verið í skuldafen af þessum sömu mönnum á það inni hjá þeim


mbl.is Vilja endurskrifa frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband