Ekki gallað heldur ónýtt

Allar breytingar sem Jón Bjarnason hefur fengið  að gera á stjórn fiskveiða með leyfi Jóhönnu Sigurðardóttur eru til þess gerðar að festa í sessi ranglátt kerfi en ekki hið gagnstæða eins og oft er haldið fram.  Í stað þess að takast hér á um kerfið sjálft er verið í alvörunni að festa það í sessi til langrar framtíðar, allt að 40 ára. Þetta eru skaðleg áform og allt útlit fyrir að kvótagreifar með Þorstein Má í fararbroddi fái vilja sínum framgengt með hjálp stjórnmálastéttarinnar ennþá einu sinni og eftir sitji svívirt alþýða þessa lands. 

Eina vonin úr því sem komið er, er að kvótalausir og kvótalitlir útgerðarmenn taki til sinna ráða og rói til fiskjar, hver í sinni heimabyggð og virkji þannig í reynd frumbyggjaréttinn til veiða. Það er ekki hægt að treysta á stjórnvöld lengur. Sjómenn hafa réttinn, þeir eiga að virkja hann. Það er hið eina sem skiptir máli núna.  Tími orða er greinilega liðinn og tími aðgerða runninn upp þar sem alþýðan tekur aftur umboð sitt til ónýtra stjórnmálamanna, sem ekki stjórna með hag lands og þjóðar að leiðarljósi


mbl.is Kvótafrumvarpið gallað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver ber ábyrgð á þessum ósköpum? Er það ekki Jóhanna?

Heiðar (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 20:41

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nei, sá sem ber mestu ábyrgðina heitir Halldór Ásgrímsson. Hann er útgefandi og ábekingur að þessum víxli sem við erum að borga enn þann dag í dag

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.9.2011 kl. 20:46

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvernig er þorskurinn sem strandveiðimenn koma með að landi. Er hann hæfur strax í pottin, eða þarf að skera næstum helming í burtu?

Það er allt í lagi að menn fari til veiða- en það verður að koma fiskur til lands sem er tilbúinn til átu.

Eggert Guðmundsson, 29.9.2011 kl. 23:21

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Éggert, ég er ekki viss hvernig ég á að skilja þig. Ert þú kannski einn af þeim sem halda að mjólkin komi í fernum út úr beljunum? Um strandveiðar og meðferð afla hef ég gert athugasemdir svo og hvernig útgerðarmenn flakafrystitogara hafa fengið að umgangast fiskimiðin. En ég sé að ég þarf að ítreka þá gagnrýni. Takk fyrir þitt innlegg

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.9.2011 kl. 23:32

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Mjólkin kom fyrst úr kúnum og síðan í brúsum, glerflökum, þernum og nú í dag í  fernum.

Þetta er þróun sem er gott að minnast á.  Gæðin hafa aukist með árunum-

Þetta sama á við það sem ég var að segja. Við íslendingar borðum mest af Ýsu en ekki þorski. Hvers vegna?

Vegna þess að þorskur var alltaf fullur af hringormum, sem við þurftum að plokka úr áður en við átum- Þessi hringormur er í þorski sem strandveiðibátar  koma með að landi+ hann er litaður af þara.   Grunnsjávarfiskur

Eggert Guðmundsson, 30.9.2011 kl. 01:19

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Jóhannes!

Eggert, þara þorskur er láng besti matfiskurinn, fullur af vitamínum.

Aðalsteinn Agnarsson, 30.9.2011 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband