2.10.2011 | 22:16
Að endurskilgreina eignarhaldið
Það er rétt hjá Pétri Blöndal, að það þarf að endurskilgreina eignarhaldið á fiskinum í sjónum og þar með úthlutuðum aflaheimildum. Ég hef lengi barist fyrir afnámi kvótans og fært fyrir því mörg góð og gild rök. Eitt af þeim rökum felast í þeim skilningi að engin þjóð geti slegið eign sinni á villta dýrastofna, hvorki í lofti eða á landi eða í legi. Þetta er grundvallaratriði sem verður að útkljá. Núverandi útfærsla á kvótakerfinu og þar með hvernig leyft var að eignfæra úthlutaðar aflaheimildir brjóta nefnilega ekki aðeins á mannréttindum og atvinnurétti heldur ekki síður hlýtur útfærslan að stangast á við þjóðarrétt. Ég held það tíðkist hvergi að þjóðir skilgreini fiskstofna í lögsögu sinni sem eign þeirra útgerða sem nýta þessi hlunnindi. En þetta var leyft á Íslandi og er einn af orsakavöldum bankahrunsins sem ekki hefur verið tekið á, enn þann dag í dag. Þess vegna er það brýnt að alþingismenn átti sig á að afnám kvótakerfisins snertir ekki bara þær útgerðir sem missa "eignarréttinn" heldur er afnám kvótakerfisins forsenda þess að hægt sé að endurheimta skuldugar útgerðir úr klóm bankanna sem eru í dag að hirða arðinn af veiðunum sem í raun ætti að renna til þjóðarinnar. Það er þetta sem málið snýst um, ekki einhverja rentu sem verður tekin af skiptaverði og sem minnkar hagnað sem aftur takmarkar eðlilega endurnýjun skipa og annars búnaðar sem notaður er í sjávarútvegi. Það á ekki að þurfa neina hagfræðinga til að sjá þetta. Það eru bankarnir sem settu þetta þjóðfélag á hliðina með ógætilegu framboði ódýrs lánsfjár og það eru ennþá sömu bankar á nýjum kennitölum sem halda hér þjóðfélaginu í gíslingu með ólöglegri innheimtu lána sem búið er að afskrifa og ekki síður með því að halda atvinnulífinu í gíslingu með ólöglegum veðum sem þeir ætla sér að innheimta hér næstu áratugi. Afnám kvótans er krafa dagsins, Engar viðbætur eða blekkingar um eignarhald þjóðarinnar á fiskiauðlindinni. Frjálsar veiðar með skynsamlegri sóknarstýringu er auðvelt að framfylgja. Aldrei trúa lygum hagsmunaaðila sem hóta því að veiða upp allan fiskinn í sjónum ef veiðar verða gefnar frjálsar, það er engin hættas á því. Hins vegar er hætta á að stofnar éti sjálfa sig ef ekki er veitt nóg, sérstaklega af smáfiski. Hvernig halda menn til dæmis að færi fyrir landbúnaðinum ef aðeins 20% af lömbunum væri slátrað á hverju ári? Nákvæmlega sama á við um fiskstofnana. Landgrunnið er beitarhagi helstu nytjastofna. Sagan segir að beitarþolið sé bundið því að veidd séu að jafnaði 400-500 þúsund tonn. Það hefur ekki verið gert vegna kvótakerfisins. Þess vegna erum við að glíma við þetta ójafnvægi í vistkerfinu þar sem heilu tegundum sem eru neðar í fæðukeðjunni en þorskur og ýsa hefur verið útrýmt vegna þess að veiðistofn þorsksins er alltof stór og það ber vott um mikið hugleysi og uppgjöf að fela sig alltaf á bak við ráðleggingar Hafró. Þeir gerðu mistökin, þeir munu aldrei viðurkenna það. Enda hafa engar raunverulegar hafrannsóknir farið fram hér við land. Í 30 ár var stofnunin með útibú á Ísafirði þar sem fylgst var með innfjarðar rækjustofninum í Djúpinu. Allt var þar í gúddí þangað til eitt haustið að engin rækja fannst. Þá hafði Djúpið fyllst af ungfiski um sumarið, aðallega þorsk og ýsu og afleiðingin var náttúrulega sú að rækjan lenti í kjafti þorsksins en ekki í trolli sjómannannna. Fiskifræðingarnir eru enn að klóra sér í hausnum yfir því hvað gerðist
Pétur semur nýtt kvótafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.