Vigdís og anarkisminn

Það er ekki upp á hana Vigdísi Hauksdóttur logið, að í hvert sinn sem hún opnar munninn þá fer hún með fleipur. Í kvöld opinberaðist okkur, sem fylgdumst með útsendingu frá Alþingi, hið fullkomna skilningsleysi Vigdísar á hugmyndafræði anarkismans. Aumingja konan hélt því fram að gerræðisleg vinnubrögð Jóhönnustjórnarinnar væru merki um anarkisma en sér ekki eða skilur ekki, að hér er kerfisbundið verið að innleiða alræðisfyrirkomulag þar sem völd eru tekin af fólkinu og færð í hendur embættismanna og stjórnvalda.  Vigdís ætti að kynna sér betur hugmyndafræði anarkisma því hún virðist haldin þeirri ranghugsun  að einstaklingurinn geti ekki ráðið sér sjálfur og  eða tekið ábyrgð á eigin lífi.  En það er grundvallarútgangspunktur anarkisma. Anarkistar hafna algerlega forsjárhyggju og miðstýringu, hverju nafni sem nefnist. Anarkistar vilja að ákvörðunarvaldið sé hjá þeim sem ákvarðanirnar snerta ekki einhverjum fulltrúum sem taka oftast ákvarðanir sem byggja á allt öðrum forsendum en hagsmunum þeirra sem þær snerta. Núna er að skapast grundvöllur fyrir anarkistahreyfingu á Íslandi. En það þarf að fara fram með skýra valkosti. Það er ekki takmark anarkista að koma á glundroða, upplausn eða stjórnleysi. Takmarkið er að leggja niður kerfi sem þjóna ekki almenningi. Takmarkið er að afnema forréttindi og koma á beinu lýðræði. Hvað svo gerist er að mestu undir almenningi komið. Anarkistar eru ekki valdasjúkir. Hreyfingin til dæmis talar röddu anarkista. Enda yfirlýst markmið þeirra að ná fram breytingum og leggja síðan sjálf sig niður.

Birgitta, Þór og Margrét báru af í kvöld vegna þess að þau töluðu röddu almennings. Þau standa á miðjum vígvelli stjórnmálanna en eru ekki ofan í skotgröfunum með hyskinu.  Fylkjum okkur á bakvið Hreyfinguna og veitum þannig rödd þeirra meira vægi. Þannig næst viðspyrna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband