Stefán Jón Hafstein minnir á sig

stefan_jon_hafsteinEkkert er stjórnmálamanni hættulegra en falla í gleymskunnar dá. þetta veit Stefán Jón Hafstein og kemur því reglulega heim úr sinni sjálfskipuðu útlegð til að minna fyrrum samherja á að hann fylgist enn með og sé reiðubúinn þegar kallið kemur. Ég held, að ef einhver sé fær um að tjasla upp á ímynd Samfylkingarinnar núna, þá sé það Stefán Jón. Hann er óspjallaður af hruninu og þeirri hægri slagsíðu sem einkennt hefur Samfylkinguna allt frá því að Kvennalistinn tók þar öll völd með Ingibjörgu Sólrúnu í fararbroddi. Stefán Jón er hugsjónamaður og hann hefur sannfæringu. Samfylkinguna skortir hvort tveggja. Losna þarf við hægri kratana út úr þingliði  SF, þá Árna Pál, Magnús Orra og Sigmund Erni og skerpa á hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar, sem mörgum þykir sem hafi verið sett til hliðar af núverandi forystu flokksins enda kannski erfitt um vik að fylkja liði verandi með allan herinn ofan í skotgröfunum alla daga. Til þess þarf að rjúfa þing og ganga til kosninga.  Framtíð jafnaðarmanna er nú í höndum Jóhönnu Sigurðardóttur.  Mun hún hafa þann kjark sem þarf eða bíða hennar sömu örlög og strandkafteinsins í "Hart í bak"?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband