8.10.2011 | 12:15
Steingrímur vill mjólka en ekki moka
Fjármálaráðherra líkir gjarna vinnu sinni við starf fjósamannsins. Þeir sem þekkja til sveitastarfa vita að fjósamaðurinn er sá sem öllu ræður í fjósinu. Hann ber ábyrgð á að allt sé í röð og reglu, Kýrnar séu bundnar hver á sinn bás og hafi nóg að éta og flórinn sé mokaður reglulega. Undir fjósamanninn heyra líka mjaltir og framkvæmd þeirra. Ekki er samt endilega ætlast til að fjósamaðurinn sinni þeim. Þetta er allt gott og blessað. En þarf þetta endilega að vera svona? Þótt fjósamaðurinn hætti að moka þá hætta beljurnar ekki að skíta. Af hverju breytum við ekki kerfinu og gerum starf fjósamannsins óþarft? Á sama hátt og bóndinn getur breytt fjósinu í lausgöngufjós, þá getur ríkisstjórnin dregið úr miðstýringu og komið þannig í veg fyrir þá spillingu sem skitunni veldur. Steingrímur er hvort sem er löngu hættur að moka og farinn að tutla spenana með helminginn af Vinstri grænum sem upplifa nú bestu tíma í sögu flokksins. Tíma sem þeir eru að tryggja að muni koma aftur í næsta hruni vegna þess að hér hefur ekkert breyzt. Guð blessi ísland
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.