18.10.2011 | 15:02
Ábyrgðarlausar upphrópanir
Það eru fleiri en forsetinn ábyrgðarlausir ef taka á mark á vælinu frá þessum íhaldskúrfum á Húsavík og nágrenni. En það er víst satt að enginn er blindari en sá sem ekki vill sjá. Flest öllum landsmönnum varð ljóst að með ráðningu Harðar Arnarssonar í stól forstjóra Landsvirkjunar var loksins bundinn endir á áratuga útsölustefnu íhaldsmanna og framsóknar á raforku til stóriðju. Hingað til hefur stefnan verið sú að selja raforkuna svo ódýrt að eingöngu mjög stórir raforkukaupendur hafa getað staðið undir nýjum virkjunum. Þetta er háskaleg stefna og skapar lítinn arð eða virðisauka fyrir ríkið sem á Landsvirkjun. Hinn nýi forstjóri hefur kynnt nýja stefnu sem fellur betur að hugmyndum landsmanna um græna orkustefnu og betri umgengni um arkuauðlindirnar. Norðlendingar ættu því að líta sér nær og skapa sjálfir sína framtíð í stað þess að taka upp vælið í Árna Sigfússyni í Reykjanesbæ, næstum orðrétt. Þeim væri nær að hætta við þessi fáránlegu göng í gegnum Vaðlaheiði og nota þess í stað þessa 10 milljarða til atvinnusköpunar í Norðurþingi. Töluleikurinn í sambandi við þessa einkaframkvæmd blekkir engan hvort sem er. Og hafi menn notað álversuppbyggingu á Bakka til að réttlæta gerð Vaðlaheiðarganga þá er það ekki lengur hægt núna. Það er öllum fyrir bestu sem bera ábyrgð, að taka frekar höndum saman um bestu lausnirnar heldur en vera alltaf í skotgröfunum að hrauna yfir mann og annan
Brugðið fæti fyrir uppbyggingu álvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Facebook
Athugasemdir
Svo mætti etv ath að Farice er að rukka til að koma í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að byggja hér gagnaver!!!
Óskar Guðmundsson, 18.10.2011 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.