Hér eru of margir lélegir hagfræðingar

Á ráðstefnu hagfræðinga í Hörpu í gær kom fram í máli eins þeirra, að á Íslandi hafi ríkt múgheimska á árunum fyrir hrun. Ef þetta er rétt, sem ég efast ekkert um, þá má draga þá ályktun, að þeir sem ollu þessari múgheimsku öðrum fremur hafi verið hagfræðingarnir í bönkunum/greiningardeildunum. Hagfræðingarnir í háskólunum, hagfræðingarnir í ráðuneytunum, hagfræðingarnir hjá SA, hagfræðingarnir hjá Viðskiptaráði og hagfræðingarnir hjá ASÍ. Allir þessir hagfræðingar kepptust við, að tala upp bankabóluna og þessi einhliða áróður skóp þessa múgheimsku.  Höfum við eitthvað lært?  Ekki er svo að sjá. Íslenskir hagfræðingar eru ennþá í afneitun. Hefur Tryggvi Þór, fyrrverandi efnahagsráðunautur Geirs Haarde, eitthvað lært? Hefur Ásgeir Jónsson fyrrverandi forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings, eitthvað lært? Hafa hagfræðingar LÍÚ eitthvað lært? Hefur Gylfi Arnbjörnsson eitthvað lært? Hefur hagfræðistofnun Háskólans eitthvað lært?  Hvað með Hannes Hólmstein? Ég sé enga breytingu. Einu hagfræðingarnir sem greindu stöðuna rétt, voru útlendingar. t.d aðalhagfræðingur Danske Bank og Michael Hudson. Ásamt með þeim íslensku hagfræðingum sem bjuggu og störfuðu erlendis. Allir hinir voru meðvirkir í ruglinu ef ekki beinlínis gerendur. Og þessir menn eru enn kallaðir til álits þegar metin eru hagræn áhrif laga og reglugerðarbreytinga. Ætti ekki að skylda þessa menn til að sækja endurmenntunarnámskeið erlendis? Háskóli Íslands er greinilega ekki að valda sínu hlutverki, hvorki í kennslu eða rannsóknum. Þess vegna miðar okkur ekkert áfram. Þeir sem báru ábyrgð neita enn að viðurkenna mistök og læra af þessum sömu mistökum. Afneitun og réttlætingar er það eina sem kemur frá þessu fólki fyrir utan náttúrulega að benda á alla hina. Hér þarf að hraða rannsókn sakamála og hengja einhverja. Fyrr verður enginn sátt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rótina er hugsanlega að finna hjá gerfi-vísindamönnum í HÍ þaðan sem þetta allt á sinn uppruna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 17:48

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

HÍ þarf að endurskoða hlutverk sitt sem óháð stofnun sem tekið er mark á. Þeir geta ekki bæði verið óháðir og líka selt þjónustu sína stjórnmálamönnum, ríkissjórn og hagsmunasamtökum eins og LÍÚ og Bændasamtökunum. Það hljóta allir að sjá. Og svo á náttúrulega ekki að þekkjast að hagsmunasamtök út í bæ séu að kosta sérfræðingsstöður við Háskóla Íslands eins og þessa stöðu sem Helgi Áss, gegnir nú og kallast því fáránlega nafni, sérfræðingsstaða í fiskveiðikerfum!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.10.2011 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband