Vigdís bregzt ekki

Enn einn gullmolinn af vörum Vigdísar Hauksdóttur, barst út á öldur ljósvakans áðan, frá útvarpi Sögu. En þar var Vigdís að ræða stjórnmálin við þau Arnþrúði og Pétur. Þegar svo verðtryggingin barst í tal, þá taldi Vigdís réttilega, að lífeyrissjóðakerfið bæri mestu ábyrgð á hversu erfitt væri að afnema verðtrygginguna, en sagði síðan "það verður bara að taka skynsemina úr sambandi og afnema verðtrygginguna þótt lífeyrissjóðirnir tapi"  

Maður skilur svo sem hvað hún var að fara, en samt klaufalega að orði komist. Alþingismenn þurfa ekkert að taka skynsemina úr sambandi þótt þeir fari nú að huga meir að heildarhagsmunum þjóðarinnar frekar en sérhagsmunum auðvaldsins.  Og þeir sem stýra lífeyrissjóðunum eru þetta alræmda auðvald hér á landi. Þótt svo sé látið í veðri vaka að sjóðirnir séu eign almennings þá vita flestir, að um raunverulega eign er ekki að ræða, heldur bara réttindi, sem má skerða eftir hentugleikum. Ef við ættum eitthvað í sjóðunum þá gætum við væntanlega ráðstafað þeirri eign eða jafnvel tekið hana út. En því fer fjarri. Okkur er skylt með lögum að borga okkar launatíund og gott betur í þessa hít, sem við megum svo ekki ráðstafa eins og öðrum peningalegum eignum. Í þessu liggur blekkingin og það er löngu orðið brýnt að leggja þetta kerfi niður og taka hér upp samræmdan lífeyrisrétt allra landsmanna. Þeir sem vilja, ættu svo að geta lagt fyrir sjálfir sinn eiginn viðbótarsparnað en það á að vera hverjum og einum í sjálfs vald sett.

Þessir 100 og eitthvað smákóngar, sem nú eru að nota lífeyrissjóðina í valdaskák viðskiptanna þarf að setja af.  Við höfum ekkert með þá að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband