1.11.2011 | 18:25
Að bæla minningarnar
Ég hef verið að gjóa augunum á ritdeilu Davíðs Þórs og Maríu L. Þrastardóttur í dag og verð að segja að þar hefur fjöður orðið að mörgum hænum í eiginlegri merkingu. Það sem fer greinilega mest fyrir brjóstið á Davíð Þór, er að María dirfist að minnast á fortíð Davíðs Þórs, sem ritstjóra kynlífstímaritsins, Bleiks & Blás, fyrir margt löngu. Ég skil vel að afturbatapíkan Davíð Þór, vilji gleyma þessum tíma í lífi sínu og bæla niður minningarnar, eins og kennt er af þeirri stétt sem hann nú vill tilheyra en það mun lítt stoða honum. Davíð Þór mun aldrei geta afneitað þessum tengslum. þau munu fylgja honum því hann er hluti af þeirri ímynd sem hann var svo ólánsamur að skapa. Hans örlög eru að verða minnst sem ritstjóra Bleiks og Blás, alveg á sama hátt og Geiri er tengdur við Goldfinger og þá starfsemi sem þar fer fram. Ekki skrýtið í ljósi þessa þótt femínistum sé uppsigað við þá
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.