Viðvörun til ráðherra samfylkingarinnar

Þið skuluð ekki dyrfast að fara í kringum íslensk lög og vanvirða nýlegan úrskurð innanríkisráðherrans með því að gera leigu eða nýtingarsamning við kínverska landakaupamanninn Huang Nupo. Með því mynduð þið afhjúpa svikin gagnvart þjóðinni og blekkinguna um innköllun kvótans.  Nýtingarsamningarnir sem stjórnin hyggst innleiða varðandi auðlindir íslands jafngilda óafturkræfu framsali.  Og ef þið ætlið að fella sölu á landi undir svona heimild til að réttlæta framsalið þá verður allt vitlaust.  Kínverjinn fær ekki Grímsstaði á Fjöllum, um það hefur verið úrskurðað og þótt þið séuð ekki sátt þá verðið þið að beygja ykkur undir úrskurðinn eins og aðrir landsmenn. Stjórnmálamenn eru í vinnu hjá Íslendingum að gæta íslenskra hagsmuna en ekki í vinnu hjá kínverskum lopapeysueiganda að gæta hagsmuna kínverska kommúnistaflokksins

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband