Núna fyrst eru flugvallaryfirvöld að tala um hindranir í aðflugi að flugbrautunum í Vatnsmýrinni og vilja að hæstu trén í Öskjuhlíðinni verði felld. En hvað um öryggi borgarbúa í miðbænum þegar flugvélar fljúga lágt yfir miðborginni við flugtök og lendingar? Og hvað um öryggissvæðið við þann enda flugbrautarinnar sem nær að Suðurgötunni? Það á að taka ákvörðun um flutning flugvallarins núna strax, ekki bíða eftir að þarna verði slys. Hvort rétt sé að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur eða finna nýjum flugvelli stað á Bessastaðanesi er mér nokkuð sama um. þar sem ég nota ekki þennan ferðamáta. Hins vegar bý ég í miðborginni og nýti mér útivistarsvæðið í Öskjuhlíðinni og flugumferð um þennan völl veldur ama og óþægindum sem ekki verður metið til fjár. Bæði vegna hávaða og lyktar en stærsti ókosturinn er sú slysagildra sem þessi flugvöllur er. Borgarstjórn ber að hafna öllum erindum um skógarhögg í Öskjuhlíðinni og hraða undirbúningi að lokun vallarins til að eyða óvissu. Allur dráttur á ákvörðun er skaðlegur. Ekki síst vegna þeirra, sem vilja að völlurinn veri. Þeirra vegna verður að finna ásættanlega niðurstöðu um hvar þessi blessaður völlur verði í framtíðinni
Fyrrverandi áhugamaður um frjálst þjóðfélag. Núverandi áhugamaður um spillingu Og vegna þess að ég er öllum óháður, þá óska ég ekki eftir að komast í bloggvina sambönd. Öllum vinabeiðnum verður því hafnað. Vinsamlega ekki taka það persónulega. Þeim sem vilja hafa samband er bent á póstfangið, jlaxdal@internet.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.