10.12.2011 | 00:23
Af þröstum og öðrum smáfuglum
Í þessu kuldakasti undanfarinna daga hef ég verið duglegur að hygla smáfuglunum í garðinum. Núna bregður svo við að eingöngu skógarþrestir sjást en í fyrra voru starrar mest áberandi. Kannski að maturinn sem ég ber á borð hafi hér eitthvað með það að gera því þrestirnir heimta alvöru mat og ekkert helvítis fuglafóður
Í fyrra hélt ég að allir fuglar vildu borða þetta fuglafóður en núna veit ég að það eru helst auðnutittlingar og páfagaukar sem leggja sér þetta fóður til munns. Þrestirnir vilja bara brauð með sultu og fitu alls konar. Gaf þeim svínaspik og það kláraðist á augabragði. Núna setti ég út hráan mör en kannski er betra að bræða hann í tólg fyrst? Athugasemdir varðandi það væru vel þegnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.