Hvar á að byrja?

Lífeyrissjóðakerfið er ríki í ríkinu. Þeir sem stjórna sjóðunum stjórna Íslandi. Það er enginn stjórnmálamaður sem þorir að leggja til atlögu við þetta afl.  Því miður.  Lífeyrissjóðafurstarnir eiga það sammerkt með kvótagreifunum að hagsmunir þeirra snúast fyrst og fremst um völd.  Ekki fármagn.  Fjármagnið er verkfærið til að efla völdin. Fjórflokkurinn er vanmegnugur vegna þess að hann á tilveru sína undir velvilja bandalags Lífeyris og Kvótagreifanna.  Ef Ísland á að eiga einhverja framtíð þarf fólk að vakna til vitundar um raunverulega ástæðu þeirrar misskiptingar og ójafnaðar sem meginþorra fólks er búin. Þetta þarf ekki að vera svona.  Það væri ágætis byrjun að stokka upp í verkalýðshreyfingunni og ná yfirráðum yfir lífeyrissjóðunum af þessum sjálfskipuðu fulltrúum kolkrabba og smokkfiska. Eftir það er svo hægt að innkalla allan kvóta og taka upp sjálfbæra stýringu veiða og vinnslu. Þegar þessum 2 markmiðum væri náð er hægt að gera breytingar á fjármálakerfinu og byggja upp heilbrygt bankakerfi og íbúðalánasjóð í eigu lífeyrissjóðanna. Þetta verðum við að gera á okkar forsendum en ekki ESB.  Þess vegna verðum við að segja upp EES samningunum og gera tvíhliða viðskiptasamninga við okkar helstu viðskiptalönd.  Þetta er það sem þarf að gera en verður sennilega ekki gert því ríkjandi stjórnvöld hafa svo mörg ráð til að koma í veg fyrir breytingar sem ógna þeirra valdastöðu.  Breytingar nást aðeins fram með byltingu hugarfarsins. Og Íslendingar eru ekki tilbúnir að taka af skarið og hugsa hlutina upp á nýtt.  Það er svo auðvelt að láta teyma sig.....
mbl.is Þörf á heildarendurskoðun á lífeyrissjóðskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband