13.12.2011 | 17:18
Anarkismi er lausnin
Ég er anarkisti og lít á alla lagasetningu sem hindrar athafnafrelsi mitt til orðs og æðis, sem kúgun af hendi valdastéttarinnar. Þar með er ekki sagt að ég sé á móti almennum lögum eða reglum, sem kveði á um réttindi og skyldur. En almennt talað er lagasetningagleði alþingismanna of mikil. Þess vegna sitjum við uppi með gallaða löggjöf, setta af forréttindastétt sem hugsar fyrst og fremst um sig og sína skjólstæðinga en minna um rétt hins ættlausa og snauða til að tjá skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Fjölmiðlalögin voru sett af hræðslu við upplýsingagildi Internetsins og meiðyrðalöggjöfin var sett til að hræða menn frá því að fletta ofan af óvönduðu fólki. Hvort tveggja er vanhugsað. Stjórnvöld, sem reisa múra milli stétta og mismuna mönnum á grundvelli stöðu og ríkidæmis, eiga aldrei að fá að stjórna. Jóhönnustjórnin er ráðstjórn. Í þeim skilningi að þau vilja öllu ráða og þola engum að segja eða gera neitt sem hindrar þau í að halda völdunum. Jóhönnustjórnin er skíthrædd við almenning og þess vegna vilja þau koma böndum á bloggið og fjölmiðlaumræðu almennt. Jóhönnustjórnin myndi loka internetinu ef hún gæti og héldi að hún kæmist upp með það. Jóhönnustjórnin vill ekki rannsaka spillinguna því hún er á kafi í henni sjálf.
Við sem viljum breytt þjóðfélag þurfum ekki að spila eftir þeirra reglum. Ef við erum nógu mörg þá tökum við völdin og breytum kerfinu. það er ekkert flókið. Kerfið er bara mannanna verk en ekki náttúrulögmál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.