13.12.2011 | 18:28
Tvöföldum sóknina í makrílinn
Ef ESB heldur að þeir geti hlutast til um innanríkismál Íslendinga þá þarf að senda skýr skilaboð. Makríllinn er að vísu flökkustofn eða deilistofn, en sker sig úr að því leytinu að hann kemur hingað til að éta. Hafró þykist hafa mælt þetta og fullyrðir að ESB makríllinn éta milljónir tonna af æti frá okkar staðbundnu fiskstofnum. Nú vill svo til að við getum verðlagt þessa hafbeit m.t.t til verðs á loðnumjöli, sem er einmitt uppistaðan í fóðri við fiskeldi og hafbeit. Þess vegna er samningsstaða okkar góð. Við getum sett ESB afarkosti, annað hvort að samþykkja að gefa okkur sjálfdæmi um kvóta eða greiða skaðabætur vegna hagagöngu makrílsins í íslenskri efnahagslögsögu.
Refsiaðgerðir ef ekki semst í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.