13.12.2011 | 20:25
Seinheppinn veðlánari
Okkur er boðið upp á skringilega framsetta frétt á Vísi.is Það vantar ekki stilbrögðin en aumingja blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina skortir greinilega gagnrýna hugsun. Í fyrsta lagi þá seldi "fórnarlambið í fréttinni" syni sínum kjallaraíbúð í eigin húsi á yfirverði! Í öðru lagi þá átti sonurinn ekki fyrir utborgun og þurfti að taka allt kaupverðið að láni. Í þriðja lagi þá tapaði enginn nema bankinn!
- Faðirinn fékk greiddar 14 milljónir út í hönd og þurfti aðeins að veita veð fyrir 2.8 milljónum
- Sonurinn átti aldrei neitt í íbúðinni og hefur því aldrei tapað neinu á hruninu
- Að ætlast til að bankinn gefi eftir veðið svo sonurinn fái gefnar 6 milljónir frá skattborgurum er siðleysi
- Að fara með þessa sögu í blöðin er seinheppni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.