Þessi frétt af rannsókn doktorsnemans og túlkun hennar á niðurstöðum úr rannsókn á "gögnum" eru mjög svo hæpnar svo ekki sé meira sagt. Hvernig í ósköpunum er hægt að slá því föstu að neyzla mjólkur sé um að kenna en ekki neyzlu á til dæmis reyktum eða söltuðum mat sem mjög var algengur til sveita hér áður fyrr. Þetta eru ekki þær vísindalegu aðferðir sem gera verður kröfu um að ástundaðar séu á 21. öldinni. Ef hún hefði haft 2 samanburðarhópa þar sem annar hefði bara drukkið mjólk en hinn vatn, þá hefði hugsanlega verið hægt að draga einhverjar ályktanir en þessar "niðurstöður" eru bara kenningar sem ekki er hægt að sanna. Hins vegar geta svona gervivísindi verið vatn á myllu sertrúarsöfnuða og lífsstílsofstækismanna með ómældum skaða fyrir auðtrúa fólk
Fyrrverandi áhugamaður um frjálst þjóðfélag. Núverandi áhugamaður um spillingu Og vegna þess að ég er öllum óháður, þá óska ég ekki eftir að komast í bloggvina sambönd. Öllum vinabeiðnum verður því hafnað. Vinsamlega ekki taka það persónulega. Þeim sem vilja hafa samband er bent á póstfangið, jlaxdal@internet.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.