31.12.2011 | 02:19
Allt önnur og betri vinnubrögð
Þessi ráðning á nýjum forstjóra Bankasýslunnar sem virðist vera algjörlega byggð á faglegum grunni sýnir, að það er hægt að útrýma spillingu og klíkuráðningum í stjórnsýslunni ef almenningur veitir aðhald. Ég fullyrði að ef bloggarar hefðu ekki ráðist gegn fyrri ráðningu hins klíkuráðna Páls Magnússonar þá hefði þáverandi stjórn Bankasýslunnar komist upp með að ráða þetta handbendi eigendafélags Framsóknar í jobbið og við hefðum horft upp á einkavinavæðinguna endurtekna. Ekki nema von að Gunnlaugur Sigmundsson hafi lagt til atlögu gegn Teiti Atlasyni í því skyni að þagga niður í honum öðrum til viðvörunar. En þetta spillta lið með sínn illa fengna auð mun komast að því fullkeyptu í viðureign við almenning. Almenningur hefur varla rumskað en vei þeim sem sýnir yfirgang þegar almenningur vaknar og krefst réttar síns fyrir alvöru.
Ráðinn forstjóri Bankasýslunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.