Forsetinn á að vera maður fólksins - ekki flokkanna

Forsetinn boðaði í nýjársávarpinu, að hann hygðist ekki sækjast eftir að gegna embættinu næstu 4 ár.  Þetta er hið besta mál.  Það hefur nefnilega verið einn aðalgallinn á stjórnskipuninni að engar reglur eru í gildi um kjörtíma æðstu embættismanna þjóðarinnar. En það er ekki það eina sem hefur verið að og ekki virðist vilji til að breyta. Hér eru til dæmis engar reglur í gildi um hæfi forseta, til dæmis varðandi menntun en ekki síður andlegt atgervi.  Ólafur er svo sem nógu menntaður en hann þjáist af mikilmennskubrjálæði sem lýsir sér í óraunhæfu mati á eigin ágæti og ágæti þjóðarinnar í stóra samhenginu. Þess vegna þurfum við að setja reglur um hæfismat forsetans til að koma í veg fyrir að siðblindir og geðfatlaðir einstaklingar veljist í þetta mikilvægasta embætti lýðveldisins. Við erum sem þjóð brennd af viðskiptum við siðblindingjana í viðskiptalífinu en siðblindingjarnir í stjórnmálunum leynast víða og eru aldeilis ekki á því að hætta.  Þess vegna þurfum við að vera á verði gagnvart öllum tilraunum flokkanna til að koma sínum manni að á Bessatstöðum. Forsetaembættið er embætti fólksins og það mega stjórnmálaflokkarnir ekki saurga meira en orðið er.  Almenningsálitið er sterkt og það getur fært fjöll. Almenningsálitið snérist gegn stjórnmálamönnunum haustið 2008 og það er útúrsnúningur að segja að hér séu lögleg og lýðræðisleg ríkisstjórn við völd. En ríkisstjórnin er bara þingkjörin á meðan forsetinn er þjóðkjörinn.  þess vegna þarf að efla það embætti enn meir og setja því siðareglur og velja í starfið besta mögulega einstaklinginn en ekki minnsta samnefnarann sem fjórflokkarnir koma sér saman um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband