Fuglarnir vinir mínir

Fuglarnir í mínum garði hafa sjaldan verið fleiri eða svengri en núna þessa daga eftir nýjársnóttina. Kannski er skýringin sú að hér var ekkert sprengt og þess vegna ekkert að óttast fyrir þá. Svo skemmir náttúrulega ekki fyrir að ég var með svínasteik í matinn á Gamlaárskvöld og þrestirnir eru sólgnir í fituna því þar fá þeir orkuna.  Mér varð það á að segja dóttursyninum að það væri ástæðan fyrir því hvað væri í matinn og heyrði hann muldra eitthvað um að afi sinn ætti enga vini nema fuglana.  Ég læt mér það náttúrulega í léttu rúmi liggja því það er bara mannbætandi að fylgjast með náttúrunni og lífsbaráttu fuglanna í þessum vetrarharðindum sem nú ríkja. Og létta undir eftir megni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hef reynt að taka af þeim myndir en þeir eru eins og Hollywood stjörnurnar. Hata paparazzi og leyfa ekki myndatökur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.1.2012 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband