10.2.2012 | 15:20
Tímabært að Össur upplýsi um samningsmarkmið
Samfylkingin er í aðlögunarviðræðum við ESB með stuðningi Vinstri Grænna án þess að upplýsa landsmenn um samningsmarkmiðin þótt nú þegar sé búið að loka 8 köflum af 35.
Þetta er náttúrulega ekki hægt að bjóða okkur uppá. Og nefndin sem kosin var af Alþingi til að setja Íslandi samningsmarkmið hefur ekki einu sinni komið saman þótt styttist í að hún eigi að skila skýrslu. Er verið að hafa okkur að fíflum?
Sjávarútvegsmálin skipta okkur öllu máli og það erum við sem þurfum að senda ESB skýr skilaboð en ekki öfugt. Og þeir sem um þessi mál véla þurfa að hafa það algerlega á hreinu að um veiðar og nýtingu á afla sem veiðist í íslenskri fiskveiðilögsögu verður ekki samið við ESB. Ef Össur er að gæla við að semja Ísland undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB þá upplýsi hann um það nú þegar svo við getum slitið þessum málamynda samningsviðræðum og sagt upp EES samningnum strax á morgun.
Við munum ekki verða í vandræðum með markaði fyrir okkar fisk. Og mér segir svo hugur að ESB muni leggjast á fjóra fætur til að gera tvíhliða samning við okkur því það er skortur á ferskum fiski alls staðar í heiminum. Og þeir sem sjá ekkert nema evru ættu að fara að skoða alvarlega hvort okkur farnist ekki betur í gjaldmiðlasamstarfi við Bandaríkin eða Kanada. Gengi dollars er mun hagstæðara en evran sem er hágengismynt undir stjórn þýzka hagkerfisins.
Össur, komdu heim og stattu fyrir máli þínu , þrjóturinn þinn!
ESB og Noregur taki sér 90% makrílkvótans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Facebook
Athugasemdir
Samningsmarkmið Össurar eru einföld; að ganga í ESB, hvað sem það kostar. Umsóknarþjóð setur ekki fram kröfur, kröfurnar koma frá ESB og umsóknarþjóðin verður að ganga að þeim. Þetta veit Össur, þó hann hafi hljótt um það. En þetta vita líka þeir sem hafa fylgst með þessu ferli, að maður tali nú ekki um ef menn hafa lagt á sig að pæla í gegnum Lissabonsáttmálann. Þeir velkjast ekki í vafa um hvað er í gangi.
Og svarið við spurningu þinni er JÁ.
Gunnar Heiðarsson, 10.2.2012 kl. 15:57
Sammála báðum ræðumönnum, það er verið að hafa okkur að fíflum. Við fáum ekki einu sinni að vita hvaða % makrílkvóta Norðmenn fá/taka sér fyrir ESB meðvirkni sína.
Kolbrún Hilmars, 10.2.2012 kl. 16:46
Það eina sem samningarnir snúast um er hvenær og hvernig við ætlum að taka upp lög og reglur ESB. Með öðrum orðum, hversu langan frest við fáum áður en við tökum upp vissa hluta í ESB pakkanum.
Þessar undanþágur sem verið er að "semja" um yrðu aldrei það stórar að við myndum t.d. fá að standa fyrir utan fiskveiðistefnu ESB. Við munum líklegast fá frest til að taka hana upp í nokkur ár, og örugglega vilyrði fyrir því að við munum fá að stjórna einhverju í okkar fiskveiðilögsögu eftir að við tökum þann pakka upp. Hver kannast ekki við loforð stjórnmálamanna?
Jóhannes H. Laxdal, 10.2.2012 kl. 18:46
Takk fyrir athugasemdirnar. Gott að við erum öll sammála hér. Hélt satt að segja að einhver heilalaus Samfylkingardindill myndi hlaupa upp á nef sér
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.2.2012 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.