Íslenzki hryðjuverkamaðurinn

Hér er því slegið upp í öllum miðlum að lögreglunni hafi loksins tekist að hafa hendur í hári sprengjumannsins ógurlega sem ógnaði þjóðaröryggi að morgni 31. janúar með því að sprengja knallettu á Hverfisgötunni.

Í málatilbúnaði lögreglu og fjölmiðlamanna flestra hefur verið látið að því liggja að hér hafi verið um að ræða alvöru hryðjuverk og alvöru ógn. En hvað kemur svo á daginn!  Gamall óknyttakall að gera at við stjórnarráðið.  Og sprengjan ekki hættulegri en svo að hann er sagður hafa staðið við hlið hennar þegar hún sprakk! 

Auðvitað er þessi gamli kall ekki hryðjuverkamaður og athæfið flokkast ekki einu sinni undir mótmæli! Okkur er sagt að þessu hafi fylgt einhver skilaboð en hver tekur mark á óknyttum þegar óknyttamennirnir hlaupa burt. Ef um pólitísk mótmæli hefði verið að ræða þá hefði kallinn náttúrulega átt að sprengja sjálfan sig eða í það minnsta fórna einhverjum útlim. En kjarkurinn er enginn og byltingin okkar bara sófabylting ein og þessi pistill sannar. Til að eitthvað gerist þarf einhver að deyja. Það þarf einhverjum að fórna. Það er ekki nóg að hlandhaus fái egg í hausinn við þingsetningu eða að gamall maður sprengi knallettu með bensíni.  Slíkt styrkir bara tök valdastéttarinnar.

Lögreglan sá í þessu tækifæri til að fá auknar valdheimildir til að berja á þegnunum við næstu mótmæli. En eftir stendur samt getuleysi og fúsk þeirra stofnana sem eiga að tryggja hér öryggi þegnanna. Hér getur nefnilega hvaða vitleysingur sem er valdið miklum skaða án þess að lögreglan fái rönd við reist. Í þjóðfélagi óréttlætis, örbirgðar og misskiptingar verða slíkir einstaklingar til.  Gleymum því ekki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband