Menningarverðmæti í einkaeigu

Ég er ekki sammála Katrínu Jakobsdóttir, að það hafi verið í verkahring eða fallið undir starfssvið Safnaráðs að rannsaka viðskipti enska gullkaupmannsins, sem hér hefur dvalist að undanförnu og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Safnalögin sem Katrín vísar til ná að vísu yfir forngripi í einkaeigu en það ákvæði getur varla staðist m.t.t stjórnarskrárinnar.  Ég lít svo á að Safnaráð hafi eingöngu vald til að takmarka sölu eða flutning úr landi á gripum sem eru í eigu Safna sem undir lögin heyra.

Í aldir hafa menn fjárfest í skartgripum  án þess að tengja það sérstaklega við menningararf þjóða. Og gull og skartgripasmiðir eru bara handverksmenn en ekki listamenn eins og aldalöng viðskipti með slíka muni sannar. Og það er fráleitt að tala um íslenskt þjóðbúningasilfurskart sem menningararf. 

Þess vegna er það óþolandi að fulltrúar stjórnvalda séu að skipta sér af frjálsum viðskiptum með gull og skartgripi undir þessu vafasama lagaákvæði sem sannanlega stríðir gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar.

Á hitt má benda að hér á landi vantar tilfinnanlega úrræði fyrir fólk sem er í tímabundnum fjárhagsvanda. Erlendis eru starfandi veðlánabúðir þar sem fólk getur veðsett sitt skart og hugsanlega fengið það til baka ef úr rætist. Hérna eru engin slík úrræði og fólk í fjárhagsvanda er ofurselt okurlánurum eða samviskulausum gullkaupmönnum íslenskum eða erlendum. Hvað skyldi til dæmis Magnús Steinþórsson hafa keypt mikið af menningarverðmætum í formi gulls og silfurskartgripa frá haustinu 2008?  Er einhver að rannsaka það og eru þau viðskipti öll lögleg?  Ég meina það hefur enginn eftirlit með þessum viðskiptum.  En þegar Magnús fær samkeppni frá útlenskum kaupmanni þá vaknar strax útlendinga andúðin og yfirvöldin látin grípa í taumana í nafni þjóðernisofstækis!

Og talandi um menningarverðmæti þá spyr ég: Hvaða menningarverðmæti voru í gámnum hans Skapta og Kristínar sem gerði þeim mögulegt að fá 70 milljónir greiddar í skaðabætur frá íslenska ríkinu og höfðu þau fengið leyfi Safnaráðs til að flytja þau verk úr landi?

Svaraðu því Katrín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband