Þurfum sjálfstæðan Stjórnskipunar og eftirlitsdómstól

Það er mannlegt að sópa óþægilegum ákvörðunum undir teppið. Í því ljósi er líka skiljanlegt að hjá Alþingi ríki svipað hugarfar. Sá er bara munurinn að hjá þeim er teppið kallað Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd.  Nú þegar hafa þingmenn sópað þangað þeim erfiðu málum sem þeir treysta sér ekki til að fjalla um og hvað þá að afgreiða. Þar eru að finna mál eins og frumvarp Stjórnlagaráðs frá því í fyrra sem og tillögu meðvirknisfíklanna um að gefa Geir Haarde eftir sakir án þess að gefa honum færi á að bera af sér sakir og nú í dag heyrði ég á mæli margra þingmanna að réttast væri að sópa tillögunni um skipan rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna líka undir teppið!

Breytingar á stjórnarskránni eru löngu orðnar nauðsynlegar.  En ég er ekki sammála stjórnlagaráði um að hennar tillögur eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu óbreyttar eins og Þorvaldur Gylfason og Lýður Árnason hafa krafist. Ég tel einnig að hægt sé að gera umbætur á stjórnskipuninni án þess að fella þær umbætur inn í stjórnarskrána.  Til dæmis að koma hér á fót Stjórnskipunar og Eftirlitsdómstól til hliðar við hið almenna dómskerfi. Tilgangur slíkrar stofnunar væri að skera úr um túlkun lagafrumvarpa, sem ágreiningur væri um. Sem og að taka yfir hlutverk umboðsmanns Alþingis. Einnig væri hægt að kvarta við þennan dómstól ef ráðherra færu offari gagnvart ákvæðum stjórnarskrárinnar eins og alltof oft hefur komið upp á síðari árum.  Það er ekkert sem mælir gegn slíku.  Það þarf ekki að binda slika tilhögun í stjórnarskrá.

Hæstiréttur er í dag með hægri slagsíðu og Björg Thorarensen er ekki stjórnvald þótt góð sé. Við þurfum þess vegna breytta skipan og svona stofnun myndi breyta heilmiklu fyrir Alþingi og veita ríkisstjórn aðhald.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband