16.2.2012 | 21:28
Evrópusinnarnir hræðast Samstöðu
Hinn mikli meðbyr sem Lilja Mósesdóttir virðist njóta fer fyrir brjóstið á eðalkrötum þessa lands. Nú hefur Jónas Kristjánsson riðið á vaðið með illkvittnum rógi á bloggsíðu sinni. Ég hef fylgst nokkuð vel með málflutningi Lilju frá því hún kom ný inn á þing eftir kosningarnar 2009 og ég hef hingað til ekki staðið hana að lýðskrumi öfugt við marga aðra ver gefna samflokksmenn eðalkratanna. Þvert á móti hefur Lilja verið óþreytt við að benda á nýja nálgun við lausn hinna aðskiljanlegu vandamála sem hrunið olli. þessi nýja hugsun er greinilega þyrnir í augum þeirra sem vilja engu breyta. En nú hefur Lilja blásið í sinn herlúður og millistéttaraularnir sem tóku myntkörfulánin í aðdraganda gengishrunsins sjá í henni sinn Don Kíkóti og vindmyllurnar eru ekki vindmyllur heldur kerfið sjálft, hvorki meira né minna. Og þótt ég hafi engra hagsmuna að gæta þá dáist ég að fólki eins og Lilju, sem á sér hugsjón og fylgir henni eftir. það er ekki lýðskrum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörega sammála því að Lilja er ekki lýðskrumari.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2012 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.