18.2.2012 | 17:39
Gunnars Andersen lætur ekki að stjórn
Til að átta okkur á raunverulegri ástæðu fyrir brottvikningu Gunnars Andersen úr starfi forstjóra FME, þurfa þau okkur, sem ekki erum involveruð að hafa í huga þau hatrömmu átök, sem nú geysa á bak við tjöldin milli hrunverja og verjenda þeirra annars vegar og saksóknara, FME og starfsmanna SS (Sérstaka Saksóknara) hins vegar. Inn í þessi átök fléttast svo hræðsla stjórnmálastéttarinnar um að þau mál, sem FME hefur nú þegar sent til SS og leiða til ákæru muni koma til með að skaða mjög marga af toppum samfélagsins sem hingað til hafa álitið sig tryggða í bak og fyrir með lögunum um bankavernd. Þess vegna er plottið nú að reka Gunnar Andersen á grundvelli vanhæfi og ómerkja þannig málatilbúnað sérstaka saksóknarans. Þetta liggur í augum uppi ef menn hugsa málið því þær sakir sem Aðalsteinn Leifsson hyggst nota til að bola Gunnari frá eru löngu fyrndar. Gunnar hefur hins vegar staðið sig mjög vel í starfi að allra mati og þeir sem hann á að hafa eftirlit með eru hræddir við hann eins og þessar ofsóknir sanna. Þess vegna hlýtur fjármálaráðherra að íhuga sterklega að víkja stjórn FME og afturkalla þessa ómaklegu aðför að æru Gunnars Andersen. Það er allt undir að geta haldið áfram sakarannsóknum og ákærum vegna afleiðinga glæpsamlegra athafna fjármálafurstanna og þeirra sem ábyrgð bera, bæði embættismanna og stjórnmálamanna.
Almanna álitið er sterkt og við sem látum okkur málin varða verðum nú sem aldrei fyrr að standa upp til varnar Gunnari Andersen og senda þau skilaboð til stjórnvalda að svona ómerkileg vinnubrögð verði ekki liðin.
En vegna þess að FME heyrir undir Oddnýju G Harðardóttur, að forminu til þá megum við ekki gleyma tengslum hennar við Björgvin G. En þau hafa unnið náið saman í kjördæmapotinu fyrir Suðurkjördæmi. Hugsanlega er Oddný vanhæf til að taka á þessu máli vegna þessara tengsla! Alla vegana eru tengsl Sigurðar G. Guðjónssonar sem harðast hefur beitt sér gegn Gunnari Andersen, við Björgvin G öllum ljós. Kemur nú enn og aftur í ljós hversu misráðið var af Samfylkingunni að ákæra ekki Björgvin og Ingibjörgu Sólrúnu fyrir Landsdómi. Þau mistök eiga eftir að reynast Samfylkingunni dýrkeypt þegar öll þessi tengsl hafa verið opniberuð. Tengslanet þar sem margir af útrásarvíkingunum sitja í miðju netsins með tengsl sem spanna flest alla þingmenn fjórflokksins á einn eða anna hátt.
Brottrekstur Gunnars Andersen er nefnilega miklu stærra mál og ástæðurnar liggja miklu dýpra en upp er látið. Lagatæknarnir eru bara látnir búa til eitthvað álit til að fela raunverulegu ástæðu brottvikningarinnar sem er að Gunnar Andersen lætur ekki að stjórn þeirra sem hingað til hafa stjórnað Íslandi á bak við tjöldin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.