Snorri í Betel og Erfðasyndirnar sjö

Mál Snorra Óskarssonar snýst ekki um trúmál og þaðan af síður hommahatur, heldur tjáningarfrelsi. Og þess vegna eiga menn að hafa á því sterkar skoðanir.  Ég hef lesið margar bloggfærslur þar sem menn hafa einmitt þennan vinkil að leiðarljósi en oftast fylgja líka skrítnar yfirlýsingar eins og, að afstaða Snorra lýsi "viðurstyggilegu mannhatri"  Í svona yfirlýsingum felast miklar tilfinningar og engu minna ofstæki en í orðum Snorra sjálfs og margra annarra Hvítasunnumanna. Þótt Gunnar í Krossinum hafi afhommast fyrir tilstuðlan Jónínu Ben þá skulum við ekki gleyma að Hvítasunnukirkjan boðar þá kenningu að samkynhneigð sé ekki guði þóknanleg ekki frekar en aðrir mannlegir breyskleikar en að tala um dauðasynd í þessu sambandi er náttúrulega ekki samkvæmt ritningunni heldur einhver sérskoðun íslenskra trúarofstækismanna eins og Snorra í Betel. Bibían talar um 7 dauðasyndir eða erfðasyndir og samkynhneigð er ekki ein þeirra.  Lausnin á máli Snorra Óskarssonar sýnist mér því liggja í því að hann dragi þau orð sín til baka en á móti dragi skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri uppsögn hans til baka og stjórnendur á moggablogginu aflétti öllum tilraunum til ritskoðunar á blogginu hans Snorra.  Þetta finnst mér eina lausnin.  Við megum ekki láta tilfinningar ráða þegar tjáningarfrelsið er að veði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvergi er talað um "dauðasyndirnar 7" í Biblíunni. Þetta kemur annarsstaðar frá. En í Biblíunni er talað um syndir sem "erfa ekki Guðsríkið". Það stendur líka í Biblíu Lúterskra sem annarra. Af hverju benda lúterskir ekki á það? Sú umræða sem menn standa nú í og gífuryrðin sem þeim fylgja gætu varpað ljosi á það hvers vegna menn forðast þessa umræðu? Það leysir ekki vandann þó menn dragi sín orð til baka. Guðs Orð verður aldrei dregið til baka og um það snýst málið!

snorri (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 20:44

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég lít ekki á þetta sem vanda Snorri. Hins vegar eiga menn að vanda orð sín og vera ekki að hóta dauða og djöfli ef menn gera ekki eins og sannkristnir segja. Þar á meðal að elska ekki náungann í bókstaflegri merkingu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.2.2012 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband