23.2.2012 | 15:01
Við erum ekki nógu þakklát
Yfirleitt er bloggumræðan gegnsýrð af óánægju, nöldri og leiðindum þannig að jafnvel innhringjendur útvarps Sögu hljóma eins og sunnudagapredikarar í samanburði við týpískan moggabloggara. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að vera jákvæðari og blogga líka um það sem er þakkarvert. Til dæmis er ekki hægt að þakka það nógsamlega að Árni Johnsen skuli ekki hafa verið gerður að þingforseta. Því ég hef tekið eftir því að óþolinmæði forseta á bjöllunni stendur í beinu hlutfalli við skilning viðkomandi á málefninu sem verið er að ræða hverju sinni. Ragnheiður Ásta er til dæmis alltaf á bjöllunni svo og Kristján Möller en aðrir eru betur með á nótunum og leyfa ræðumönnum að ljúka máli sínu oftast nær. það er líka þakkarvert að Árni og nokkrir aðrir eru ekki mikið að blanda sér í umræður um flókin þingmál. Þeir hafa þó vit á því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.