Anskotans skömm er alltaf að þessum sjálfsréttlætingum

Það var efnahagsaðstoð AGS, sem fleytti okkur yfir mesta hættutímann. Og Steingrímur gerði fátt annað en það sem honum var leyft enda var hann meira svona eins og nemi í starfsþjálfun hjá sendimönnum AGS sem öllu réðu. EN það sem Steingrímur má naga sig í handarbökin yfir núna eru þau glötuðu tækifæri sem hann hafði ekki vit til að færa sér og þjóðinni í nyt á meðan hann hafði tækifæri til. Þar er af mörgu að taka en þau mistök sem mestu skiptu voru að afnema ekki kvótakerfið og stórauka veiðar ásamt því að skera all verulega niður í útgjaldahlið ríkisins og sleppa því að þiggja alla þessa gjaldeyrisaðstoð. Leið AGS var nefnilega redding til bráðabirgða og mun valda öðru efnahagshruni þegar hrægammarnir sem nú eiga bankana ryðjast út með allan gjaldeyrisvarasjóðinn eins og allt stefnir í.  Þá er ekki víst að hægt verði að bjarga Íslandi.
mbl.is „Björguðum Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband