28.2.2012 | 16:02
Trúverðugleiki Háskólans
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur stefnt Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, fyrir meiðyrði
Ekki veit ég hver tilgangur Ragnars Árnasonar, er með þessari stefnu. Allavegana ekki sá að sækja fé í greipar þingmannsins. Þá stendur það eitt eftir að honum þyki að sér vegið sem fræðimanni og það er "damn right" hjá prófessornum. Hvernig hann hefur talað undanfarin ár um ágæti kvótakerfisins, hefur valdið þjóðfélaginu ómældum skaða en útgerðinni ómældum ábata. Þannig hlýtur maður að álykta að annarlegar hvatir liggi að baki þeim einhliða áróðri sem á landsmönnum hefur dunið um þjóðhagkvæmni kvótakerfisins. Því allir sem kynnst hafa veiðum og vinnslu vita hve neikvæð sú stýring er, með tilliti til umgengninnar við fiskstofnana, atvinnuþróunar, byggðaþróunar og minnkandi þjóðartekna sem leiðir svo aftur af sér verri lífsskilyrði fyrir landsmenn, hærri skatta og meiri skuldir.
Þrátt fyrir allar þessar neikvæðu afleiðingar voga fræðimenn við Háskóla Íslands, sér að mæla með þessu fiskveiðikerfi við pólitíkusana. Og stjórnmálamennirnir, sem eru háðir styrkjum frá útgerðinni, nota rök fræðimanna eins og Ragnars Árnasonar til að fría sig frá ábyrgð á kerfi, sem þeir vita að er slæmt, en hafa ekki kjark til að afnema. Þarmeð eru þeir allir að totta sama spenann. Spena LÍÚ sem ræður yfir fjármagninu sem stjórnmálaflokkarnir lifa á og síðan er það undir velvilja stjórnmálamanna hversu mikið af fjármagninu lendir hjá prófessorunum við Háskólann í formi verktakagreiðslna. Því þeir eru að snapa sér aukatekjur út um allt. Enginn lifir á strípuðum launum. En það er erfitt fyrir okkur að sanna, að þeir þiggi beinar greiðslur frá hagsmunasamtökum eins og LÍÚ en mikið djöfulli er samt skrítið hvernig málflutningurinn þjónar aðeins öðrum málstaðnum en ekki hinum.
Staðreyndin er nefnilega sú að trúverðugleiki háskólasamfélagsins hefur beðið varanlegan skaða af aðkomu þeirra að skaðlegum ákvörðunum alþingismanna og stjórnvalda. Það er eitthvað sem ekki verður bætt með skaðabótum. Og allra síst úr hendi þeirra sem gagnrýna vinnubrögðin
Stefnir Þór Saari fyrir meiðyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.