28.2.2012 | 18:44
Hvernig fræðingar brjóta niður sjálfstraust almennings
Ég hef lengi undrað mig á opinberri umræðu og hvernig henni er markvisst stýrt af alls konar "sérfræðingum". Nú er svo komið að fólk , venjulegt fólk treystir ekki lengur sinni eigin skynsemi og veigrar sér við að taka afstöðu. Gleggsta dæmið um þetta var dræm þátttaka almennings í stjórnlagaráðs kosningunum í fyrra þar sem þáttaka var aðeins 30% þrátt fyrir gífurlegan áhuga í þjóðfélaginu. Mín kenning er sú að aðferðin sem notuð var til að raða atkvæðum á milli frambjóðenda hafi á endanum dregið úr áhuga fyrir kosningunni. Menn einfaldlega sáu ekki skynsemi í að taka þátt í kosningum þar sem ekki var öruggt að atkvæðið gagnaðist þeim sem kosinn var.
Lýðræðið getur ekki þroskast ef fræðingarnir fá of mikil völd. Því pólitíkin verður alltaf að vera á mannamáli. Fræðingarnir slá um sig með hugtökum sem enginn skilur og afleiðingin er sífellt minni stjórnmálaáhugi almennings. Hver skilur til dæmis svona titil?
Lýðræði með raðvali og sjóðvali
ePub og Mobi rafbækur
Útgefandi: Lýðræðissetrið
Höfundur: Björn S. Stefánsson
Efnisorð: hagfræði, stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði
Útgáfuár: 2011
Ef við viljum ekki láta stela lýðræðinu af okkur þá þurfum við að taka fræðarnar í þjónustu okkar en ekki láta sérfræðingana drottna yfir okkur með öllum sínum ósönnuðu kenningum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt hjá þér !
Getur verið að þjóðin sitji upp með eintóma aula, sem uppfræðendur í háskólum landsins ?
Hvers vegna hefur háskólasamfélagið ekki gert upp hrunið við þjóðina ?
Hvers vegna eru sömu andlitin alltaf fengin í viðtöl, þar sem ekkert innihald er hjá þeim ?
Hvers vegna erum við með verkalýðsrekendur sem forðast að ræða við sína umbjóðendur ?
Fundir verkalýðsrekenda eru haldnir þegar umbjóðendur þeirra eru í vinnu, hvers vegna ?
JR (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 20:12
Margt er fullyrt um stjórnlagaþingskosninguna og aðferðina sem notuð var; oft án rökstuðnings. Leyfi mér að benda á greinargerð mína um kosninguna, sjá athorkellhelgason.is/.p=1007
Þorkell Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 21:08
Afsakið, var skjálfhentur við innsláttin á vefsíðu
minni. Rétt er thorkellhelgason.is/?p=1007
Þorkell Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.