28.2.2012 | 20:20
Njósnararnir á netinu
Allt sem þú segir á netinu verður notað gegn þér. Það rúmast enginn vafi í þeirri fullyrðingu. Þess vegna hef ég lengi talað gegn þessari fyrirhyggjulausu notkun fésbókarinnar, þar sem allur heimurinn stendur á gægjum, tilbúinn að henda á loft allt sem sagt er, slíta það úr samhengi og bera það þannig matreitt á borð fyrir aðra. Allt í þeim tilgangi að koma sér á framfæri. Nýjasta og sorglegasta dæmið birtist okkur í Kastljósinu í kvöld. Þar sem þekktur nærbuxnafeministi og bloggari, varði það athæfi sitt að safna saman ummælum sem stríddu gegn hennar skoðunum, slíta þau úr samhengi og birta síðan þeim hinum sömu til háðungar og álitshnekkis sem áttu. Ég á bara eitt orð yfir svona athæfi og það er sorpblaðamennska. Því með tilkomu netsins erum við öll blaðamenn eigin fjölmiðils sem getur verið blogg eða heimasíða á fésbókinni. Og allt sem sagt er, fellur nú undir fjölmiðlalög Katrínar Jakobsdóttur foréttindafeminista. Þess vegna skulu menn hafa það hugfast að ekki er lengur hægt að skipta um skoðun á netinu. Netið gleymir nefnilega engu. Einu sinni sagt ævinlega geymt. Og ef einhver heldur að siðareglur mannlegs samfélags gildi á netinu þá getur sá hinn sami gleymt því. Þú biðst ekki afsökunar á netinu. Það hlustar enginn á afsakanir. En ef þér verður á að hneyksla og ýta á takka hinna pólitískt rétttrúuðu þá ertu útskúfaður og mannorð þitt verður í svaðið troðið af Hildi Lilliendahl og hennar líkum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.