1.3.2012 | 13:50
Fyrrum aðstoðarkona Geirs er óánægð!
Auðvitað er Ragnheiður Elín í fýlu. Konugarmurinn hefur alist upp við heimspeki Hannesar Hómsteins, að "við eigum þetta, við megum þetta" og allt sem ekki er bannað það sé leyfilegt.
.....En kæra frú, Alþingi er ekki klúbbur til að hygla sér og sínum. Það er misskilningur sem nú þarf að leiðrétta. Þú með þín brengluðu viðhorf til hlutverks þíns sem þingmanns þarft að víkja af þingi ásamt öllum sem studduð þessa fáheyrðu tilraun til að hlutast til um dómsmál sem er til meðferðar í dómssal.
En umfram allt eiga þingmenn nú skilyrðislaust að sameinast um vantraust á Forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Það er hneyksli ef þessi kona fær áfram að gegna þessu virðingarhlutverki innan þingsins. Frávísunartillaga sjálfstæðismanna var ekki þingtæk og hún var tilræði við réttarkerfið og hún var aðför að virðingu þingsins. Um siðferðilega ranglætið þarf ekki að ræða en geri þó ekki ráð fyrir að þeir sem greiddu tillögu Bjarna atkvæði séu neinir siðapostular. Þess vegna munu þau aldrei skilja hversu siðferðilega rangur þessi málatilbúnaður var. Það skildi hins vegar hetjan mín, hún Margrét Tryggvadóttir í Hreyfingunni. Það er kona sem leggur hug og hjarta í það sem hún segir og það sem meira er, hún kann skil á réttu og röngu! Nokkuð sem aðrir þingmenn mega vel taka sér til fyrirmyndar í störfum sínum á þingi.
Margir þingmenn ollu vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.