Lögfræðingur sem tjáir sig um réttlæti

Bjarni Benediktsson ætti að vita manna best að réttlæti eins er ranglæti annars. Réttlæti og ranglæti eru bara tvær jafngildar stærðir í jöfnunni um sýknu eða sekt í Landsdómsmálinu. Það sem Bjarna og Sjálfstæðisflokknum finnst réttlæti, það finnst okkur hinum ranglæti.  Þetta liggur fyrir.

En alvarlegasta hugsunarvillan sem kom fram í rökstuðningi lögmannsins Bjarna Ben, við umræðuna á þinginu, var sú skoðun hans að þingmönnum bæri að taka efnislega afstöðu til sektar eða sýknu Geirs við umræðuna um frávísunartillöguna!  Þetta er alvarlegur misskilningur hjá Bjarna. Alþingi var búið að taka þessa afstöðu með fyrri ákvörðun og ef alþingi hefði tekið tillöguna til efnislegrar umföllunar þá hefði Alþingi ónýtt Landsdómsmálið með íhlutun sem ekki væri hægt að líta fram hjá.

En auðvitað var það undirliggjandi tilgangur allan tímann.  Að eyðileggja málið. En þökk sé skeleggum málflutningi Magnúsar Norðdahl, þá áttuðu margir sig á því að málið var ekki þingtækt og vísuðu því frá.  Þar með var þingræðinu reddað fyrir horn í þetta skipti en málinu er ekki lokið.  Ekki aldeilis og mér segir svo hugur að Sjálfstæðismenn muni kjósa sér nýjan formann fljótlega og margir þingmenn verða í kjölfar þessa málatilbúnaðar að leita sér annarrar vinnu.

Fólkið í landinu getur ekki sætt sig við tilraun til að þagga niður þetta svokallaða hrun.


mbl.is Áfall fyrir réttarfar landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband