Plan B að takmarka fréttaflutning

Forseti Landsdóms er greinilega að ganga erinda þeirra Sjálfstæðismanna, sem barist hafa fyrir afturköllun ákærunnar á hendur Geir Haarde, með því að takmarka aðgengi að og fréttaflutning frá réttarhöldunum. Seinna munu þeir þræta fyrir að rétt sé eftir haft.  Þetta var allt fyrirsjáanlegt.  Gamla Ísland er enn á fullu í embættismannakerfinu. Núna er yfirheyrslum yfir Geir lokið og samkvæmt fréttum var rauði þráðurinn í vörn hans að hann vissi ekkert og treysti vondu bankagangsterunum. Sú vörn er ekki sæmandi forætisráðherra þjóðar.
mbl.is Yfirheyrslu yfir Geir lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki í boði Samfylkingar og VG ?

Hvernig geta Sjálfstæðismenn haft áhrif á að ekki séu fluttar fréttir af þessum atburði ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 22:14

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ákæran var samþykkt af Alþingi samkvæmt ákvæðum Stjórnarskrár.  Það er óþarfi að tala réttarhöldin niður eins og þú reynir Birgir.  Og í lögum um Landsdóm sem þú getur lesið hérna, http://www.althingi.is/lagas/nuna/1963003.html  þá kemur fram :

21. gr. Dómsforseti ákveður í samráði við saksóknara og verjanda stað og stund fyrsta þinghalds landsdóms.

Markúsi Sigurbjörnssyni var sem sagt heimilt að hafa þinghaldið á öðrum stað en í Þjóðmenningarhúsinu og það var líka hann sem bannaði hljóð og myndsendingar frá þinghaldinu.  Kannski hefur hann manndóm í sér til að breyta þessu í kjölfar gagnrýninnar en ég er ekkert of bjartsýnn. Þessir menn eru einmitt ekki þekktir fyrir að skipta um skoðun og alls ekki ef almúginn krefst þess.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.3.2012 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband