6.3.2012 | 20:51
Ofbeldisþjóðfélag
Ísland er orðið að ofbeldisþjóðfélagi í kjölfar hrunsins. Þetta var hætta sem vofði alltaf yfir en er nú smátt og smátt að brjótast fram. Þetta er einmitt einkenni á þjóðfélögum sem eru við það að liðast í sundur vegna vanmáttar stjórnvalda við að tryggja þegnum sínum sanngirni og réttlæti. Fjölmargir hafa misst trú á að kerfið sé fært um að sinna hlutverki sínu og því finnst mönnum sjálfsagt að taka málin í sínar hendur. Ofbeldis og glæpasamtök eru orðin meira áberandi vegna þess að lögregla er fjársvelt. Eiturlyfjaneysla fer vaxandi. Ofbeldi gegn konum eykst og hatursumræða bæði á netinu og í útvarpi er orðin meira áberandi. Og nýjustu atburðir varðandi morðtilræðið í gær og svo sprengjutilræðið við stjórnarráðið í vetur tala sínu máli. Nú er spurningin hvað ætla stjórnvöld að gera til að sporna við þessari þróun og snúa henni við. Munu þau grípa til aðgerða til að bæta þjóðfélagið eða munu þau af hræðslu grípa til óyndisúrræða sem munu virka sem olía á eldinn? Í þessu eldfima ástandi erum við svo ólánsöm að hafa í embætti innanríkisráðherra, mann sem er ekki starfinu vaxinn. Við þurfum mann sem er fljótur að hugsa og getur tekið réttar ákvarðanir. Það er óbærilegt að hafa hér yfir sér mann eins og Ögmund, sem er þekktur af því að draga lappirnar og komast yfirleitt að vitlausum niðurstöðum þá sjaldan sem hann ákveður eitthvað. Ég held nefnilega ekki að við þurfum að auka eftirlit og herða gæslu. Við þurfum að stokka upp þetta þjóðfélag misskiptingar og óréttlætis og koma á alvöru lýðræði. Og með alvöru lýðræði byggjum við aftur upp traustið sem glataðist. Til þess að það sé mögulegt þarf að skipta um stjórnvöld sem fyrst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Athugasemdir
http://www.dv.is/frettir/2012/3/7/osattur-sjomadur-storskemmdi-bil-sveitarfelagsins/
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.3.2012 kl. 06:59
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/07/mikil_breyting_a_glaepastarfsemi/
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.3.2012 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.