Var og verður bastarður

Þá er það ljóst að engar betrumbætur verða gerðar á hinum snöggsoðna frumvarpsbræðingi Stjórnlagaráðs.  Það er miður.  Og það lýsir í raun einbeittum brotavilja að nýta ekki það tækifæri sem þau fengu til að gera orðalagsbreytingar á augljósum annmörkum frumvarpsins.  Ég tel mig hafa merkt vissa óánægju margra fulltrúanna með endanlega útgáfu en þrátt fyrir það er engu breytt.  Þessi aðferðafræði að skila samhljóða niðurstöðu bitnar á trúverðugleikanum og útkoman er bræðingur en ekki heildstætt frumvarp.  Og ég get ómögulega séð hvernig hægt er að klára þetta mál á Alþingi.  Ef þingið ætlar að fjalla um það er tíminn nú þegar orðinn of knappur.   Og að ætla sér að sniðganga eðlilega málsmeðferð og senda þetta frumvarp beint í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lög frá Alþingi,  er ekki hægt.  Betra er að halda umræðunni um nýja stjórnarskrá áfram enn í nokkur ár.  Þjóðin og Alþingi eru ekki reiðubúin.  Hafa ekki sett sig inn í þær breytingar sem Stjórnlagaráð boðar og vill það ekki.  Eigum við að láta greinilegan minnihluta kúga meirihlutann í svona grundvallarmáli?  Ég segi nei.
mbl.is Störfum stjórnlagaráðs lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband