Auðmennirnir í Samfylkingunni

Fyrir daga spillingarinnar var ég félagi í Samfylkingunni.  En þegar Ágúst Ólafur Ágústsson Einarssonar, lét kjósa sig varaformann þá fékk ég nóg og sagði skilið við þetta siðblinda lið sem fannst það allt í lagi að hafa erfingja milljarða kvótaauðæfa sem varaformann í stjórnmálaflokki sem kennir sig við jöfnuð og félagshyggju.  Síðan þá hafa fleiri auðmenn komist til áhrifa innan Samfylkingarinnar.  Sumir beint en aðrir óbeint.  Öll vitum við nú í dag hvernig Jón Ásgeir og Jón Ólafsson höfðu beinan aðgang að toppunum í Samfylkingunni þegar þurfti að toga í spotta og liðka fyrir málum hjá Reykjavíkurborg og síðan þegar svikagóðærið fór að verða sýnilegra þá urðu líka auðmennirnir sem áttu Samfylkinguna sýnilegri. Einn af þeim er fyrrum meðfjárfestir Björgólfs Thórs,  vilhj_thorst.jpgVilhjálmur Þorsteinsson, sem nokkuð hefur verið í fréttum vegna samkrulls við einn spilltasta gróðapúng Framsóknarflokksins, Gunnlaug Sigmundsson.  En saman eiga þeir kumpánar eignarhaldsfélagið Títon, sem malar gull á  fjárfestingum tengdum sölu á ríkiseignum.  En það er svo sem ekkert athugavert við að auðmenn gangi í stjórnmálaflokka,  hitt er miklu alvarlegra þegar þeim eru falin trúnaðarstörf og embætti á vegum þessara stjórnmálaflokka.  Vilhjálmur Þorsteinsson hóf feril sinn sem ráðgjafi Katrínar Júlíusardóttur um að móta reglur um erlendar fjárfestingar.  Þetta nýtti Vilhjálmur sér síðan þegar Björgólfi var tryggð umtalsverð ívilnun í sambandi við stofnun gagnaversins á Miðnesheiði. Næst kusu samfylkingarmenn Vilhjálm sem fulltrúa á stjórnlagaþing og núna er þessi auðmaður orðinn gjaldkeri flokksins!  Og krötunum finnst þetta bara allt í lagi!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jóhannes Laxdal !

Þakka þér fyrir; þessa frásögu.

Undrar þig nokkuð; þó ég vildi sjá 63menningana, stillta upp við vegg - og þau afgreidd, í samræmi, við siðað samfélag ?

Frændur mínir; Kínverjar - líkt og bræður mínir Íranir, væru ekki í vandræðum með, að afgreiða svona lið + afæturnar hinar, sem liggja eins og mara, á okkur hinum einnig, Jóhannes minn.

Löngu tímabært; að sótthreinsa þetta Djöfulsins pack, út úr samfélagi okkar !

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 15:28

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Óskar minn, þú afsakar en einhvern veginn finnst mér nú að sullast hafi sorp yfir síðuna mína...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.3.2012 kl. 15:44

3 identicon

Skil þig; Jóhannes minn, annan eins friðarins mann, og ég veit þig vera.

En; allt frá uppeldisárunum, heima á Stokkseyri, hér fyrr meir, hefir mér verið lífsins ómögulegt, að fara nokkrar hjáleiðir, í minni orðræðu, ágæti drengur.

Af því; helgast þungi, minna orða.

En; ítreka samt, stuðning minn, við þinni góðu málafylgju, Jóhannes minn.

Með; ekki síðri kveðjum - fremur en, þeim fyrri, vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband