Ragnheiður Elín til óþurftar

Óskaplega sorglegt er nú að verða vitni að , dag eftir dag, og viku eftir viku, niðurlægingu Alþingis.  Það er eins og allt leggist á einn veg. Fundarsköpin, fundastórnin, forsetinn (Ásta Ragnheiður), þingmennirnir og þingmálin.  Það er löngu orðið brýnt að leysa þetta þing upp og skipta út 57 Alþingismönnum.  Þeir sem eru að standa sig eru ekki nema 6 og ég get alveg talið þá hér upp:

  1. Margrét Tryggvadóttir 
  2. Eygló Harðardóttir
  3. Birgitta Jónsdóttir
  4. Magnús Norðdahl
  5. Sigurður Ingi
  6. Lilja Móses

Enginn hinna á erindi á Alþingi Íslendinga.  Og ég verð að segja það að ég er sammála Margréti Tryggvadóttur, að við eigum að banna stjórnmálaflokkana í eitt skipti fyrir öll.  Inni í stjórnmálaflokkunum og þingflokkunum eru glæpirnir gegn þjóðinni skipulagðir.  Og þó þeir séu framdir útí samfélaginu samkvæmt uppskrift frá Alþingi, sbr, kvótalögin og fjármálalöggjöfina, þá er ábyrgðin hjá hvítflibbunum í æðstu valdastofnunum flokkanna.

 


mbl.is Glæpasamtök verði bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er þá tímabært að fara að kjósa.. Ríkisstjórn er hrædd við þóðina og það kemur fram í hroðvirknislegum vinnubrögðum ,allt á að gerast strax án umræðu jafnvel breyting á Stjórnarskrá.

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2012 kl. 11:38

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Væri ekki upplagt að kjósa til alþingis í sumar í stað forseta.  Ef síðan þjóðinni stæði ekki hætta af þeirri ríkisstjórn sem þá tæki við að mati Ólafs Ragnars, þá myndi hann draga sig í hlé og við gætum líka kosið okkur nýjan forseta í haust.  Það væri bara frábær lausn.  Losna við Jóhönnu, Steingrím og Ólaf Ragnar, öll á sama árinu!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2012 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband