Sævar Gunnarsson er aumingi

Viðtal Helga Seljan í kastljósinu í gærkvöldi við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, hefur víða orðið mönnum tilefni til gagnrýni á útgerðarmenn.  Ég get alveg tekið undir gagnrýnina en mér finnst framganga Sævars Gunnarssonar lítilmannleg. Þessi maður er búinn að vera formaður Sjómannasambandsins í 19 ár(frá 1994) og hefur ekki í eitt skipti hreyft mótmælum við yfirgangi útgerðarmanna fyrr en núna. Er þetta merki um að Sævar hyggist ekki gefa kost á sér áfram sem formaður SSÍ?  Er ekki sagt að rottur flýi sökkvandi skip?  Sjómannsambandið er reyndar löngu sokkið undir forystu Sævars Gunnarssonar og klíkufélaga hans.  Hann hefur aldrei tekið upp hanskann fyrir félagsmenn sína þegar útgerðarmenn hafa beitt sjómenn yfirgangi.

  • Ekki þegar sjómenn hafa verið látnir taka þátt í kvótakaupum
  • Ekki þegar útgerðarmenn hafa selt sjálfum sér aflann á undirverði
  • Ekki þegar sjómenn hafa verið reknir fyrir að leita réttar síns
  • Ekki þegar útgerðarmenn hafa neitað að semja við sjómannafélög
  • Ekki þegar útgerðarmenn hafa látið sjómenn taka þáttí öðrum útgerðarkostnaði
  • Ekki þegar útgerðarmenn hafa landað fram hjá vigt
Gat Sævar eitthvað gert?  Já auðvitað gat hann vakið athygli yfirvalda á framferði útgerðarmanna.  Og auðvitað átti hann að fylgja því eftir með kærum til viðkomandi eftirlitsstofnana. Ég fullyrði að flest allar áhafnir á íslenskum fiskiskipum hafa einhvern tímann þurft að leita til sína stéttarfélags vegna yfirgangs útgerðar.  En jafn oft hafa þeir talað fyrir daufum eyrum sjómannasamtakanna sem hafa aldrei beytt sér gegn LÍÚ vegna hræðslu um að sjómönnum yrði sagt upp störfum í stórum stíl .  Samherji hefur til dæmis beytt þessum hótunum ítrekað eins og formaður sjómannafélags Eyjafjarðar getur vitnað um.  En það er einmitt hlutverk hagsmunasamtaka eins og Sjómannasambandsins að standa upp í hárinu á yfirgangssömum vinnuveitendum en ganga ekki í björg með þeim eins og Sævar Gunnarsson gerði.  Þess vegna get ég ekki hrósað honum fyrir að koma fram í Kastljósinu í gærkvöldi. Vegna aumingjaskapar Sævars þá hafa útgerðarmenn komist upp með að níðast á ekki bara sjómönnum, heldur öllu samfélaginu og svíkja það um réttlátan hlut í góðri afkomu útgerðarinnar síðan kvótakerfið var tekið upp.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá neinum félagsskap launamanna á skipum íslenska flotans um þetta mál, fyrr en Helgi Seljan tók þetta mál fyrir !  Helgi á þakkir fyrir, en þar sem hann hefur farið á sjóinn öðru hvoru ætli hann fái pláss framar ?

Hluti launamanna á skipum flotans er innan ASÍ, hvar eru verkalýðsrekendurnir þar á bæ ?

Það kemur hvert ,,sukkmálið"  málið upp hér  í þessu landi , þar sem ASÍ verkalýðsrendur ættu að vera vinna fyrir þá sem borga verkalýðsrekendunum launin, en það heyrist ekkert frá þessum aðilum ??????

JR (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 14:08

2 identicon

Verkalýðsrekendur innan ASÍ eru uppteknir við að bera venjulegum félagsmanni lygafréttir af stöðu lífeyrissjóða, og auglýsa á kostnað félagsmanna innan ASÍ með vinum sínum hjá LÍÚ , gegn venjulegu fólki um eignarhald á auðlindum hafsins !!!!!!

Verkalýðsrekendur sjámannafélaga eru uppteknir við að eyða fjármunum félagsmanna gegn þeim sjálfum !!!

JR (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband