Bjarni Benediktsson boðaði reyndar málþóf

Skrítin túlkun MBL af orðaskiptunum á Alþingi áðan, en kemur ekki mjög á óvart.  Bjarni gerði athugasemdir við aðdróttanir um málþóf og tók sem dæmi að hann væri að hefja sína fyrstu ræðu í þessari umræðu....Þetta var rúmlega 5 í dag, en umræðum verður að ljúka fyrir miðnætti til að gagn sé að. Síðan þá hefur Bjarni verið ötull í andsvörunum en það eru einmitt þessi ómálefnalegu andsvör sem  flokka má sem sem málþóf.  Hvað varðar það efni málsins, hvað ræðumönnum finnst um skoðanir eða hugsanleg álit þriðja aðila?  En þetta heyrir maður oft þegar sjálfstæðismenn og framsóknarmenn fara í andsvör við hvern annan. Ef stjórnarandstæðingar nýta rétt sinn til að taka til máls og ekki síst að fara í andsvör við hvern annan þá er málið ónýtt fyrir ríkisstjórnina.  Ég græt það svo sem ekki því mér finnst þessi skoðunarkönnun sem ætlunin er að gera, alls óþörf á þessu stigi málsins. Ríkisstjórnin klúðraði þessu máli algerlega hjálparlaust
mbl.is Hafna ásökunum um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband