30.3.2012 | 02:00
Framsókn hannaði glæpi
Jónas bloggaði um að framsókn bannaði glæpi en réttara er að Framsókn hannaði flesta þessara fjármálaglæpa með aðild sinni að einkavinavæðingunni. Og með aðstoð vina sinna í skilanefndum og slitastjórnum og bankastjórnum nýju bankanna virðast þessir guttar ætla að halda öllu sínu! Og þótt þeir verði hankaðir á tækniatriðum þá verður aldrei hægt að bæta almenningi tjónið sem einkavinavæðingin olli þjóðfélaginu.
Gunnlaugur, Finnur, Ólafur, Þórólfur, Helgi og Halldór Ásgrímsson ættu að skammast sín og skila ránsfengnum en umfram allt sína iðrun og biðjast afsökunar á röngum gjörðum. Fyrr en einhver slík yfirbót fer fram getur þetta þjóðfélag ekki gróið um heilt. En ef menn vilja búa í þjóðfélagi tortryggni, heiftar, sársauka og hefnigirni, þá umfram allt bara yppta öxlum og láta sem ekkert hafi gerst og vona að þetta svokallaða hrun gleymist sem fyrst. En svona stórfelld og skipulögð glæpastarfsemi eins og rekin var hér af eigendum og stjórnendum gömlu bankanna gleymist ekki næstu hundrað árin. Þetta mun rata í annála og allir sem áttu hlut að máli munu verða úthrópaðir sem landráðamenn og svíðingar hvernig svo sem réttarhöldin yfir þeim fara. Það hlýtur að vera þeim meira áfall heldur en að vera ákærðir. Ekki öfunda ég neinn af þessum mönnum þrátt fyrir allt þeirra ríkidæmi
Verulegt áfall að vera ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki gleyma Alfreð;)
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2012 kl. 02:22
Nei alls ekki gleyma Alfreð
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.3.2012 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.