2.4.2012 | 06:17
Látið þá Samherja kosta göngin
Ef Eyfirðingar og Þingeyingar trúa að Vaðlaheiðargöng verði sjálfbær framkvæmd þá liggur beinast við að Samherji kosti þá framkvæmd og ríkið komi þar hvergi að. Menn tala um að arðurinn af auðlindinni eigi að skila sér í auknum mæli til heimabyggða og hvaða verkefni eru þá meira aðkallandi en einmitt samgöngubætur? Þar að auki skuldar Samherji Norðurþingi* skaðabætur eftir að hafa sölsað undir sig kvótann, bæði frá Húsavík og Raufarhöfn. Hvað varðar afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna, með þá Kristján Möller og Steingrím J. í farabroddi, á þessari útfærslu, þá er bara eitt orð yfir hana og það er skandall. Hvernig í ósköpunum ætla stjórnmálamenn að ná tökum á hagstjórninni ef svona óútfylltir víxlar eru gefnir út við hverjar kosningar? Ef einkaaðilar (og þá er ég ekki að tala um lífeyrissjóðina okkar), vilja fjármagna samgöngubætur gegn vegtollum þá er það bara hið besta mál. En Alþingismenn eiga að halda sig við samgönguáætlun þingsins! Annað er ekki ásættanlegt.
* leiðrétt vegna ábendingar. Takk fyrir Vilborg
Styður ekki göngin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju skuldar Samherji Þingeyjarsveit skaðabætur eftir að hafa sölsað undir sig kvóta frá Húsavík og Raufarhöfn?
Vilborg (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 08:18
Vilborg, Samherji hefur allt frá 1998, í krafti stærðar, ráðið því hvaða sjávarútvegsfyrirtæki fengu að lifa og hver voru bútuð niður. Þannig var fjölveiðiskipið Arnarnúpur "tekinn" af Jökli á Raufarhöfn með hjálp útgerðarfyrirtækis á Grenivík. En útgerðarfyrirtækið á Grenivík fékk að lifa vegna tengsla Valgerðar Sverrisdóttur við þá útgerð og sveitarfélag. Í gegnum Valgerði fékkst síðan aðgangur að stjórnmálamönnum og ráðherrum sem réðu stefnunni í sjávarútvegsmálum. Seinna voru þessi ítök treyst með því að gera Kristján Júlíusson að stjórnarformanni Samherja, en það er önnur saga. En mikilvægi þess að hafa góðan aðgang að ráðamönnum er gulls ígildi hjá hvaða fyrirtæki og jafngildir innherjaupplýsingum þegar teknar eru ákvarðanir um rekstur. Saga Samherja er svo ævintýraleg að það eitt þarfnast rannsóknar. En grunninn að góðri afkomu í upphafi var lagður með útgerð fyrsta flakafrystitogara Íslendinga Akureyrinnar EA 10. Akureyrin hafði þá sérstöðu að hún hirti bara verðmætasta hlutann af hverjum fiski en henti öllu hinu. Á þessari glæpsamlegu umgengni við fiskimiðin hafa mörg af best stæðustu útgerðarfyrirtækjum landsins byggt góða afkomu og það eru þessi fyrirtæki sem komu kvótanum á til að geta gengið í auðlindina og hirt af henni verðmætustu hlutina án þess að stofnarnir bæru skaða af.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.4.2012 kl. 13:55
Já en hvað kemur það Þingeyjarsveit við?
Vilborg (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 20:00
Fyrirgefðu Vilborg, átti náttúrulega við Norðurþing. Þessar sameiningar undanfarin ár eru aðeins til að rugla menn í ríminu. En segðu mér, af hverju var Tryggvi Harðarson að hætta sem sveitarstjóri í Þingeyjarsveit? Tengist það eitthvað áformum Huangs Nupo? Hvað er rætt á kaffistofum um þetta þarna fyrir norðan?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.4.2012 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.