3.4.2012 | 19:22
Kirkjukrytur
Kirkjukrytur var fyrirsögn á grein sem birtist í tímaritinu Eintaki, 1994. Ritstjóri Eintaks var Gunnar Smári en blaðamaður Egill Helgason. Má ætla að Egill hafi skrífað þessa grein sem ég ætla að birta brot úr í tilefni þess að kirkjan er nú í kastljósi fjölmiðlanna.
Fjandinn varð laus í Seltjarnarneskirkju nýlega þegar sóknarpresturinn, séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, lenti í skilnaðarmáli eftir að hafa átt í ástarsambandi við annan prest. Sá er Gylfi Jónsson , aðstoðarprestur við Grensárskirkju sem samkvæmt heimildum EINTAKS mun láta af störfum vegna málsins. Það ætlar séra Solveig þó ekki að gera og um það standa deilurnar. Hluti sóknarnefndarinnar krefst þess að Sólveig láti af störfum því að æra kirkjunnar og sóknarprestsins séu að veði. Ólafur Skúlason, biskup, hefur neitað þessu og biður nefndina um að sýna skilning. Sóknarnefndin lítur hins vegar víxlspor prestsins alvarlegum augum og telur það hvorki prestinum né kirkjunni til framdráttar að hann haldi áfram starfi. í bréfi sem nefndin ritaði biskupi kemur meðal annars fram að nefndin telur fyrri dæmi um víxlspor presta ekki afsökun í þessu máli og því sé ástæða til að taka á málinu og gera hreint fyrir dyrum kirkjunnar þjóna þannig að þeir geti borið merki hennar með reisn."Biskup og safnaðarstjórn eru því ósammála og nú er beðið eftir úrskurði siðanefndar prestafélagsins. Ólíklegt er að niðurstaða hennar muni breyta neinu til eða frá þar sem hún hefur ekkert vald yfir málum presta. Sama gildir um sóknarnefndir og biskup segist ekki hafa vald til að hreyfa presta. Þannig virðist ljóst að enginn hefur vald til að úrskurða í málinu og því ófyrirséð hvernig deilan leysist. Guðfræðingur sem EINTAK talaði við segir að hugsanlega geti Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra haft endanlegt vald í málinu en það sé á hinn bóginn óalgengt að hann beiti sér í svona málum. Hann segir að ráðuneytið beri oftast fyrir sig þekkingarleysi og vísi öllum deilumálum til biskups. Sóknarnefndin heimtar niðurstöðu í málinu og nokkrir nefndarmanna, þar á meðal formaðurinn Haukur Björnsson, hafa ýjað að því að þeir muni yfirgefa þjóðkirkjuna verði sóknarpresturinn ekki leystur frá störfum.
Áhugasamir geta lesið alla greinina með því að hala niður skránni hér
Solveig Lára býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki höfundur þessa texta. Kv. Egill
Egill Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 19:34
Takk Egill, þá hefur Gunnar Smári skrifað þetta. Það kom ekki fram á þessu eintaki sem ég fann á timarit.is
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.4.2012 kl. 19:49
Og.............?
baldurkr (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.