Reykjavíkurborg kostar ESB áróður

Ég hef fengið það staðfest, að hjá Reykjavíkurborg er engin stefna varðandi netnotkun starfsmanna. Tæknilega geta starfsmenn hangið á netinu, á fréttamiðlum og bloggi allan daginn. Einn þessara starfsmanna Reykjavíkurborgar, Magnús Helgi Björgvinsson, forstöðumaður á Sambýli, er einn harðasti talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum sem varða ESB.  Hann virðist verja megninu af vinnutíma sínum í ESB áróður á vegum Samfylkingarinnar. Þetta er auðvelt að staðfesta ef skoðaðar eru færslur Magnúsar á blogginu hans, sem skráð er á Blogggáttinni. Þar sést alltaf klukkan hvað færslur eru skráðar og þar sést að Maggi bloggar oft a dag í vinnutímanum og hann skrifar iðulega athugasemdir á öðlum netmiðlum, s.s Eyjunni, Smugunni og hjá öðrum bloggurum á Moggablogginu.  Og Magnús er bara einn af hundruðum starfsmanna Reykjavíkur sem hafa óheftan aðgang að netinu í vinnutímanum.  Hvað með alla hina?  Hvað eru þeir að gera?  Og hvað kostar það okkur Reykvíkinga í glötuðum vinnustundum?  Ég krefst aðgerða af hálfu borgarinnar. Það verður að koma böndum á þessa vitleysu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes Laxdal.

Keyptu skemmdu eplin leynast víða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 18:26

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ja fyrr má nú aldeilis fyrir vera.  Svona fyrir það fyrst þá er rétt að benda þér á nokkrar staðreyndir.

  • Ég vinn vaktavinnu. Ég á frí suma virka daga og vinn um helgar.  Ég á frí á kvöldin og stundum á daginn. 
  • Ég vissulega hef bloggað úr vinnunni. En ég á reyndar kaffitíma og matartíma sem ég nota stundum til að vera netinu. En ég blogga þaðan sjaldan.
  • Ég skrifa ekki á vegum Samfylkingarinnar enda held ég að þau vildu nú betri skrfara en mig.
  • Ég hef mætt á nokkra fundir hjá Samfylinginni i Kópavog en að örðuleit er ég ekki virkur í Samfylkingunni.
  • Ef það er svona sem þið andstæðingar ESB aðildar berjist þ.e. að ráðast að persónum en geta ekki rökrætt um málefnin þá er ykkur ekki viðbjargandi.
  • Bendi þér á að flesta daga er ég í beinni þjónustu við einstaklinga sem ég veiti þjónustu.  Þannig að ég kemst bara ekkert í tölvuna. Finnst reyndar áhugavert að þú skulir lesa það sem ég skrifa. En aðferðir þínar út í hött í baráttu þinni. 
  •  Og ef þú skoðar blogggáttina þá sérð þú að oft líða dagar og vikur milli þess sem ég blogga.
  • Finnst reynar ömurlegt að þú skulir tilgreina nákvæmlega heimilisfang vinnustaðarins því þar býr fólk sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér og því segjum við ekki opinberlega hvar við vinnum.
  • Og ég Ítreka að ég skrifa fyrir mína hönd og alls ekki samfylkingarinar þó ég styðji hana.  
  • Og mikið vildi ég að einhver væri til í að greiða mér fyrir bloggið sbr þessa athugsemd hér að ofan. 

En ekkert nema sjálfsagt ef að útsvarsgreiðandi í Reykjavík hefur áhyggjur af netnokun minni sem er reyndar takmörkuð í vinnunni, að ég gæti að því að blogga ekki þaðan.  Alveg minnsta málið.  

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.4.2012 kl. 19:10

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Get glatt þig með því að ég skoðaði færsur síðusta mánuð þ.e. 31 dag . Og af þeim hafið ég skrifað 6 á vinnutíma. Ég er yfirleitt um 4 mínútur að skrifa þessa pistla og fylgist svo ekkert með þeim þannig að þetta eru 6 x 4 mínútur sem gera um 24 mínútur en það eru nokkurnvegin kaffitímar fyrir einn dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.4.2012 kl. 19:23

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Magnús, takk fyrir að upplýsa mig um þína hlið.  Hitt stendur samt sem ég skrifaði, að þú ert að svíkjast um í vinnunni,  ekki bara með því að setja færslur á eigið blogg, heldur líka með því að lesa öll hin bloggin og svara þeim!  Það hlýtur að taka drjúgan tíma. Að það líði dagar og vikur á milli pósta stenst ekki.  Þú hefur verið mjög aktívur í þessum ESB áróðri allt síðast liðið ár.  Og að ég hafi tiltekið vinnustaðinn er nú varla brot á friðhelgi neins.  Upplýsingarnar setur þú sjálfur á bloggið þitt og á vef Reykjavíkurborgar er nafnaskrá yfir starfsmenn. Og varðandi síðustu athugasemd þína, þá grunar mig að vinnuveitandinn þinn, Dagur B Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar  sjái í gegnum fingur við þig og dragi ekki af launum þínum þó þú bloggir í vinnunni enda þjónar þú hagsmunum Dags með öllu þínu blaðri.

En þér til upplýsingar þá hef ég komið kvörtun a framfæri.  Nú bíð ég bara og fylgist með.  Því þetta varðar ekki aðeins þig.  Þetta varðar starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.4.2012 kl. 23:05

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú hefur bara þína hentisemi. Eins og ég sagði þér þá hefur þetta ekki truflað vinnu mína á nokkurn hátt. En sjálfsagt að hætta því. Held að þú þurfir ekki að blanda borgarfulltrúum í málið. Ég hef aldrei talað við þá og þeir ekki við mig. Og skipta sér ekki beint að starfinu enda eru embættismenn sem annarst rekstur þessa málaflokks.  Ég hinsvegar mun gæta að því að almennt verði ekki hægt að tengja blogg við vaktir mínar á Sambýlinu í framtíðinni enda tek ég ábendingum. Þú hefðir t.d. getað sent mér póst um málið. 

Ég gaf aldrei upp vinnustað minn heldur er aðeins vinnuveitanda.   Og svo minni ég þig á hingað til hef ég unnið vaktavinnu þannig að ég á frí á virkum dögum. Og ég hef fullt frelsi til að blogga hvar og hvenær sem ég vill og geri það nú í framtíðinni af auknum kraftir en gæti að því að það verður ekki í kaffi og matartímum mínum heldur utan vinnu.   Ólíkt þér held ég að framtíð barna og barnabarna minna sé annað hvort bundin því að Ísland gangi í ESB eða að börnin mín flytji þá til Evrópu til að eiga framtíð þar sem þau geti gert sér raunhæfar áætlanir þar sem verðbólga og gengi krónunar klúðarar því ekki á nokkra ára fresti. 

En þú bara heldur áfram að fylgjst með bloggurum sem þú ert ekki sammála og klagar þá hægri og vinstir það eru svo flott vinnubrögð. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.4.2012 kl. 23:44

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað eigið þið ESB trúboðarnir að flytja til fyrirheitna bandalagsins og láta okkur hin í friði.  Til hvers í andskotanum vorum við að berjast hér fyrir sjálfstæði þjóðarinnar á 19 og 20 öld ef við leyfum ykkur ESB liðinu og Samfylkingardindlunum að afsala þessu sjálfstæði án baráttu?  Og þegar þessari aðildarvitleysu verður hætt munu margir ykkar skammast sín fyrir þetta ofstæki og þessa þráhyggju sem hefur sundrað þjóðinni á versta tíma og þegar hún var berskjöldugust

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.4.2012 kl. 00:15

7 identicon

Jóhannes Laxdal. Getur þú gefið því pínulítinn séns að þeir sem vilja ganga í ESB beri hag þjóðarinnar fyrir brjósti ?

Þeir sem eru hlynntir inngöngu sjá fram á batnandi lífskjör fyrir almenning í landinu. Er nokkuð svo ljótt að vilja það ?

Ég fæ ekki með nokkru móti séð að fólk sem vilji bæta kjör almennings í landinu sé haldið ofstæki eða þráhyggju eins og þú heldur fram hér að ofan. Þetta fólk vill landinu sínu og fólkinu alls hins besta.

Skrif þín eru hinsvegar ofstækisfull og þú berð ekki nokkra virðingu fyrir þeim sem hafa aðra skoðun en þú.

Láki (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 09:55

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Láki, þetta er í raun ekki flókið.  Þeir sem vilja að ESB innlimi Ísland í stórveldisbandalagsdraum Þjóðverja og Frakka, eru ekki að hugsa um hagsmuni lands og þjóðar.  Það er frumskylda hverrar þjóðar sem vill kalla sig sjálfstæða, að setja öðrum þjóðum mörk. ESB hefur breyzt og mun breytast meir á næstu árum (ef það liðast ekki í sundur) og það standa engin rök fyrir því að við séum að sækja um aðild.  Miklu frekar er um að ræða stórfelld mistök af hálfu hrunráðherra rikisstjórnarinnar og þingsins.  Í reynd ættum við að vera að ræða uppsögn EES samningsins en ekki innlimun í sambandið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.4.2012 kl. 11:27

9 identicon

Þú ert nú meiri djöfulsins drulluhalinn Jóhannes Laxdal. Hikar ekki við að hafa af mönnum lífsviðurværið ef þeir eru ekki á sömu skoðun og þú.

Einar Marel (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 17:30

10 identicon

En ef Magnús hefði verið að blogga gegn ESB? Hefðir þú þá skrifað þennan pistil Jóhannes? Hefðir þú þá kvartað yfir töpuðum vinnustundum borgarstarfsmanns? Ég held ekki.

Páll (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 18:29

11 identicon

Eigandi þessarar vefsíðu er mesti auli landsins !!!!

Getur aldrei orðið annað en auli !!!!!!!!!!!!

Þú ert það versta sem internetið hefur upp á að bjóða !!!

JR (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 00:04

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú ert lítilmannlegt skítseiði Jóhannes Laxdal.

Hvern andskotan varðar þig um netnotkun annara ? Drullastu til þess að skammast þín og ég vil biðja þig um að láta ekki sjá þig á minni síðu í framtíðinni..

hilmar jónsson, 15.4.2012 kl. 00:22

13 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Einar Marel, það er enginn að hafa af mönnum lífsviðurværi. Enda fjallar pistillinn um stefnu Reykjavíkurborgar varðandi netaðgengi starfsmanna.  Magnús Helgi er bara nefndur sem dæmi um það sem mér finnst "óeðlileg" netnotkun í vinnutíma.  Ég er skattgreiðandi í Reykjavík og mér kemur við ef netnotkun skerðir vinnuframlag. Magnús virtist viðurkenna það í svari sínu að svo væri enda þekki ég það af eigin reynd hversu tímafrekt það er að fylgjast með fréttum og bloggi og blogga svo líka.  En munurinn á mér og Magnúsi er að ég blogga í mínum eigin tíma og þegar mér hentar.  þessvegna er nú þessi dráttur á svari við þessum svívirðingum þeirra sem hér hafa sett inn athugasemdir síðan ég loggaði inn síðast.

@Páll, svarið við þinni spurningu felst í svarinu að ofan. 

@Hilmar, vonandi ertu búinn að taka lyfin þín og orðinn rólegri.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.4.2012 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband