Ólöf svíkur Flokkinn

Fáheyrðar fréttir berast nú af trúnaðarbresti innan FLokksins.  Varaformaðurinn hefur ákveðið að setja fjölskylduna ofar flokknum og láta af trúnaðarstörfum fyrir FLokkinn næsta vor.  Þetta er þvert á þær hefðir. sem hingað til hafa ríkt hjá þeim sértrúarsöfnuði.  Til dæmis var Þorgerður Katrín ekki í vafa um forganginn þrátt fyrir erfiðar heimilisaðstæður.  Þar fer kona, sem Sjálfstæðismenn hljóta nú að leita til, til að efla ímynd FLokksins.  Nú þegar búið er að endurreisa Illuga til fyrri metorða er eðlilegt að Þorgerður verði aftur varaformaður.  Þá getur FLokkurinn horft ófyrirleitinn til framtíðar.  Enda segir ritstjóri málsgagnsins, að hér hafi  ekki orðið neitt hrun.  Aðeins tímabundin vandræði í október 2008, vegna lélegrar stjórnunar á Lehmans banka í Bandaríkjunum.  Þessari skoðun deila allir sannir sjálfstæðismenn enda staðfest af dómurum Landsdóms að fyrrverandi ríkisstjórn gerði allt rétt og bjargaði því sem bjargað varð vegna hruns bankanna í Ameríku og Evrópu.  Öll efnahagslægðin  segir Flokkurinn, að sé alfarið á ábyrgð Jóhönnu og Steingríms og 37% kjósenda eru á sama máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband